Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Nýr leikur!

Ég hef ákveðið að búa til svona leik.  Hann gengur út á það að til þess að ég hendi inn bloggfærslu verður a.m.k. að vera komin ein athugasemd við nýjustu færslu Tounge .  Ég er bara svo sósíal að ég verð að fá smá endurgjöf (feedback) þegar ég skrifa ykkur ástkæru vinir og fjölskylda. 

11. október

Gærmorguninn var eins og flestir morgnar, Eysteinn dreif sig í skólann, reyndar var loftlaust framdekkið á hjólinu svo hann varð að hlaupa, og Halldór fór með Jóguling á vöggustofuna í leiðinni í vinnuna.  Ég setti í vél og sótti á snúrurnar. (Þetta er sem sagt týpískur morgunn).  Þessi morgunn var þó frábrugðinn að því leyti að Lóa vinkona kom rétt rúmlega níu með glænýtt brauð sem við gæddum okkur á með ný-uppáhelltu ósviknu baunakaffe!  Við kepptumst við að tala um ástandið heima, hérlendis og svo sem allt milli himins og jarðar.  Svo skemmtilegt að hún var búin að standa í jakkanum við útidyrnar í rúman klukkutíma þegar hún VARÐ að fara, um tvöleytið Joyful.

Þegar við Jódís Guðrún komum frá vöggustofunni stukkum við upp í strætóinn sem Halldór hafði tekið frá vinnu og vorum við því öll samferða heim.  Eysteinn Aron kom ekki heim fyrr en klukkan að verða fimm frá klúbbnum enda finnst honum rosalega gaman í honum.  

Við buðum Pétri svo í kvöldmat og ég steikti ýsu til að metta 5000 og gleyptum við þetta í okkur með bestu lyst.  Ég grét sko ekkert afganginn því ég sá mér gott til glóðarinnar að hita þetta upp í hádeginu í dag.  

Í dag var svo frumsýning hjá Halldóri á balletnum Bamse og Kylling, karakterar sem allir kannast við sem einhverntímann hafa búið í Danmörku.  Þetta er barnaefni sem var meira að segja í gangi þegar ég bjó í Farum sem krakki.  Hér er nostalgían fyrir þá sem vilja Wink

 

Við Eysteinn og Jódís vorum heima og stelpan var að verða vitlaus úr eirðarleysi um það leyti sem Halldór kom heim og fóru því pabbinn og börnin saman í göngutúr meðan ég skellti í eina eplaböku.  Þegar þau komu síðan heim var stelpan alsæl, náttúrulega vön því að hafa nóg að gera yfir daginn Smile og ég bauð þá uppá nýbakaða bökuna með ís.  Stelpan fékk reyndar bara brauð og ritz kex.  Aaaaðeins minni sykur í því Joyful.  Hjá okkur hinum rann bakan ljúflega niður Tounge.  

Eysteinn er svo að fara í vetrarfrí alla næstu viku, alveg týpískt að það skuli vera vikunni áður en það er vetrarfrí á Selfossi því amma og afi í Baugstjörninni koma þá.  En klúbburinn er opinn alla dagana sem hann er nota bene alsæll með því hann vill helst vera þar öllum stundum.  

Um daginn fékk ég símtal frá umsjónarmanni Eysteins í klúbbnum þar sem hann sagði mér frá ferð sem klúbburinn er að fara til Langeland síðustu helgina í október.  Þetta er alveg frábær staður þar sem boðið er upp á alls konar aktivitet (gott orð óskast á íslensku) eins og kajaksiglingar, minigolf, fiskveiði, handverk ýmiss konar, bátsferðir, keila og ég veit ekki hvað og hvað.  Reyndar þá var bekkurinn minn í gamla daga búinn að safna fyrir bekkjarferð þangað en ég missti af ferðinni þar sem hún átti að vera nokkrum mánuðum eftir að við fluttum heim Errm.  Allavega, þá sagði hann mér að skráningu í ferðina hefði verið lokið áður en Eysteinn byrjaði í klúbbnum en nú þegar þau voru að taka samann fjöldann sá hann að það var pláss fyrir Eystein með og hann vildi ólmur hafa hann með.  Sagði að það væri svo rosalega gott fyrir hann að vera heila helgi með krökkunum og komast almennilega inn í hópinn.  Ég var honum hjartanlega sammála og þakkaði með þökkum boðið í ferðina.  Ég held líka að ferðin komi á frábærum tíma því hann er að byrja að skilja heilan helling og farinn að tala nokkur orð og ég held að þessi ferð eigi heldur betur eftir að ýta undir skilning og tal.  

Hann kom reyndar freeekar hneykslaður heim í vikunni og sagði okkur að það væri kærustupar í bekknum.  "Við erum 10 ára!!!... Kærustupar!!!"  Svo daginn eftir kom hann allur uppveðraður heim eftir klúbbinn og sagði frá ótrúlegum leik sem þau hefðu verið í.  Þau voru sem sagt nokkur uppí þessu "hygge-lofti" sem er í klúbbnum og svo voru nokkrir krakkar að kyssast "...og sko ekki bara mömmukossar, heldur sleikur og allt!!!  Svo voru þau að rúlla um allt og svo voru allir vitlausir  og hrópuðu alveg -Nú við, nú við!"  Við Halldór áttum mjöööög erfitt með að halda andliti og mér tókst greinilega betur upp því hann vildi miklu frekar tala um þetta við mig en pabba sinn.  Við náttúrulega urðum að spyrja: Og varst þú með? "NEI!" svaraði hann þá hneikslaður.  Svo eru víst tvær stelpur skotnar í honum og önnur er mjög sæt!  Guð minn góður.. litla barnið mitt er að verða unglingur! Gasp En á meðan hann vill segja mömmu sinni frá þessu, dúllan mín  Joyful þá er ég róleg.

Svona í lokin ætla ég að setja inn nokkrar skemmtilegar myndir af fjölskyldunni.

DSC00338PabbastundStubbaknúsÍ göngutúr með vagninn...og brosa!Bíddu nú við, hvað er þetta?..og bursta!

 

 

 


 


Það haustar

Ég er að hlusta á rás 2 á netinu og heyrði í auglýsingum og tilkynningum að verið var að auglýsa Lottó, 9 milljónir í fyrsta vinning.  Það hljómar nú bara eins og klink í eyrum manns eftir að hafa heyrt um alla hundruði milljarðana undanfarna daga.  Veit ekki hvort tekur því að vera með í Lottóinu fyrir svona smáaura Woundering.

Hér er bara búið að vera blíðviðri, sól og sæmilega hlýtt miðað við árstíma allavega og haustlitirnir eru afskaplega fallegir.  Ég var búin að safna fullt af ægilega fallegum laufum á leiðinni heim frá vöggustofunni sem ég ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt við en sá svo pokann á kafi í ógeði í ruslinu.  Halldór hafði ekkert botnað í því hvað ég væri að geyma ruslapoka uppá borði.  Karlmenn!!! Pinch

Annars er hugur minn bara hjá vinkonum mínum Önnu og Huldu sem báðar vinna hjá Landsbankanum. Þetta er alveg skelfilegt.  Og þetta er rétt að byrja.  Bæði Glitnir og Kaupþing eftir Undecided.

Ég sendi bara ástarknús heim til ykkar allra og vona að öll þessi ást hafi líka áhrif (spilling effect) á gengið þannig að opnað verði fyrir gjaldeyrisviðskiptin svo við getum millifært á okkur nokkrar krónur Joyful á viðráðanlegu gengi.  Í millitíðinni ætla ég að hita mér upp smá mexínanska tómatsúpu sem við höfðum í matinn í gærkvöldi Tounge.


Jæja já...

Það er nú svo sem ekki mikið búið að gerast hjá okkur í dag.  Maður er bara búinn að fylgjast agndofa með því hvað er að gerast heima og vonar bara að það spilist nú sem best úr þessu öllu og maður finni sem minnst fyrir þessu.  Reyndar er finnum við fyrir gífurlega hertu skrúfstykki í Glitni, sem er nú einmitt bankinn okkar og lítið svigrúm til nokkurra athafna þar eins og annars staðar ugglaust, enda sýnist mér nú á veffréttamiðlum að fjármálaeftirlitið sé nú búið að taka bankann yfir.  

Annars sótti ég bara stelpuna á vöggustofuna um 3 leytið og var hún hin kátasta í dag, sögðu þær mér, enda voða kát þegar ég sótti hana.  Pétur kíkti svo á okkur í kvöld en ég sofnaði yfir því að Eysteinn var að lesa fyrir mig úr dönsku bókinni sinni (þarna Ási á lás, sem ég skrifaði um þarna um daginn) svo ég skreið mér nú bara inn í rúm og svaf fram til að verða 11.  Þá heiðraði ég nú gestinn með nærveru minni, nýkomin frá Rocky mountains þar sem ég var í sumarhúsi ásamt nokkrum félögum mínum Joyful sem ég bara hreinlega man ekki hverjir voru, svo dónalegur er maður nú.

Halldór átti að byrja í dönskunáminu sínu í kvöld en vegna "þríritsins og stimplanna" (eins og hann orðar það) þá byrjar hann ekki fyrr en 4. nóvember.  Hann er ekki kátur!  Ótrúleg búrókrasían hérna og engan veginn hægt að gera nokkuð.  Þetta var bara svo lengi allt á leiðinni í kerfinu hjá þeim. 

 Heyrðu já!  Við fengum okkur grjónagraut og slátur og flatkökur með hangikjöti í kvöldmatinn.  Það var engu minna ummað yfir matnum í dag en í gær. Takk fyrir okkur!  Þetta var ÆÐI!!! 

Jæja, læt þetta bara duga í bili því ég ætla að fara að skríða uppí aftur Joyful .

 


Veislan búin!

Danski fjármálaspegúlantinn sem verið var að ræða við í seinni fréttunum núna rétt áðan vegna ástandsins á Íslandi átti erfitt með að halda glottinu í skefjum þegar hann sagði að sú stóra en stutta veisla sem verið hefði á Íslandi væri nú búin og þeir Íslendingar sem ættu allar þessar stóru eignir í Danmörku ættu eftir að eiga það erfitt þegar þeir þyrftu að selja eignir sínar hérlendis á brunaútsölu en það kæmi sér vel fyrir danskann.  Að öðru leyti hefur nú ekki mikið verið rætt um ástandið á Íslandi nema svona í framhjáhlaupi þegar verið var að lýsa ástandinu í Evrópu gjörvallri.  Ekki er nú ástandið hérlendis upp á marga fiska heldur og þeim fer fækkandi, sem er svo sem allt í lagi þar sem þeir eru svo ferlega bragðvondir hérna.

EEEeeeen, við aftur á móti fengum okkur alveg hriiiiiikalega góðan fisk í matinn.  Mæli með þessari uppskrift sem ég fann upp aaaalveg sjálf þegar ég var að elda hann áðan.  Þannig er nefnilega að þegar við setjum bakarofninn í gang fer rafmagnsmælirinn á þúsundfaldan hraða svo við reynum að halda notkun hans í skefjum.  Svo ég byrjaði á því að sneiða niður rauðlauk og sveppi og steikti það vel, setti smá salt og pipar á fiskinn og steikti hann uppúr olíunni sem eftir var og færði svo flökin og laukblönduna á aðra pönnu og lét malla á vægasta hita meðan ég kláraði að steikja restina af fisknum.  Það lét ég svo malla undir loki í dágóðan tíma og setti svo nokkrar sneiðar af osti yfir, samt ekkert mikið.  Þetta varð svona fiskikássa eiginlega og ég bar þetta á borð með soðnum kartöflum.  Ég vissi EKKERT hvernig þetta myndi bragðast en GUÐ MINN GÓÐUR hvað þetta var hriiiiikalega gott.  Rauðlaukurinn og sveppirnir mynduðu svona sætt mauk og osturinn hafði eiginlega bráðnað inní flökin við það að bráðna svona undir lokinu.  Mæli með þessu!! Við svoleiðis slöfruðum þetta ummmandi í okkur.  Veislan er nú búin.  

Siggi og Kristján fóru í dag eftir að hafa verið hjá okkur og það var svo yyyndislegt að hafa þá hjá okkur.   Þetta var líka svo afskaplega afslappað.  En veislan er búin.  Þeir komu hingað líka til að kúpla sig svolítið út úr ástandinu heima og nutu þess (held ég Woundering) að rölta bara um bæinn í rólegheitunum.  Reyndar skruppum við í Fields-verslunarmiðstöðina í gær, eins og ca. 5000 aðrir Íslendingar, en það var líka alveg huuundleiðinlegt veður, rok og rigning, svo það var gott að vera bara á dólinu í góða veðrinu inni Tounge.  Ég keypti stuðkant fyrir rúmið hennar Jódísar Guðrúnar svo nú hættir hún vonandi að vekja okkur um miðjar nætur með hausinn skorðaðan milli rimlanna.  Ég keypti líka öryggisól til að festa hana niður við matarstólinn þar sem hún er alltaf að standa upp í honum ægilega góð með sig.  Hvoru tveggja var þetta rándýrt, tala nú ekki um miðað við gengið, en góður nætursvefn er ómetanlegur og ekki þarf að tíunda að ólin er náttúrulega bráðnauðsynleg.  Svo ég sé nú ekki eftir þeim pening.  Í dag var hins vegar alveg frábært veður, sól og hiti, svo strákarnir röltu sér niður í bæ og á Íslandsbryggju og fleira áður en þeir komu svo hingað heim til að pakka.  Ég leyfði þeim bara að eiga þennan dag fyrir sig í rólegheitunum enda svo sem nóg að læra Pinch.

Það var alveg hreint með ólíkindum hvað Jóga var hrifin af Kristjáni.  Hún var ekki nema svona klukkutíma að taka hann í sátt og þá líka bossasentist hún grátandi á fullum hraða fram hjá okkur til að komast í fangið á honum.  Maður var nú bara orðinn hálf afbó hérna Errm neeei, ég segi svona Tounge, enda er hann náttúrulega baaara æði.  Hún var líka afskaplega hrifin af Sigga frænda og gerði í því að skríða úr einu fangi í annað og fílaði það í tætlur!  Mér sýndist líka hrifning þeirra vera bara nokkuð gagnkvæm. 

Hún fór svo á vöggustofuna í dag og var heilan dag í fyrsta skipti.  Þegar ég kom og sótti hana rúmlega 3 þá var hún bara að leika sér á gólfinu og rétt brosti til mín svo ég settist bara hjá henni og lék svolítið við hana.  Svo tók ég hana upp og var að spjalla við Bettina, þá sem er mest með hana, og þá vildi hún bara komast í fangið á henni og var þar bara í dágóðan tíma áður en hún vildi komast aftur til mín.  Enda gekk dagurinn alveg rosalega vel.. á meðan Bettina var í augsýn Joyful.

Nú stendur danska krónan í einhverjum 23 íslenskum og okkur finnst við vera svolítið í lausu lofti hvað framhald dvalarinnar varðar.  En það er nú kannski rétt á meðan maður er að melta hvað er að gerast heima.  Næstu dagar og vikur verðum við að reyna að ná betur utan um þetta allt saman og sjá hvort þetta sé ekki eitthvað sem við getum staðið af okkur.  Eitt er þó allavega víst að það er ótrúlega gott að standa aðeins fyrir utan þetta allt saman og sjá þetta í svolítilli fjarlægð, þó þetta vissulega snerti okkur mjög svo beint og harkalega.  En maður nær samt betri sýn á þetta að standa ekki svona í miðri hringiðunni held ég.  Eins og ég hef þó sagt einhvern tímann þá finnst manni bara svolítið súrt að vera að upplifa timburmenn fyrir fyllerí sem maður fékk ekki einu sinni að vera með í.  Veislan er nú búin!

Endar maður ekki svona bara á fleygu orðum Geirs síðan í dag?:

Guð blessi Ísland! Crying 


Heimsókn frá strákunum okkar :)

Á fimmtudaginn fannst okkur kominn tími til að setja stelpuna á vöggustofuna þar sem hún var orðin hress þó það læki stanslaust úr nefinu á henni.  Þegar við vorum búin að klæða hana og komum fram á gang skríkti í minni.  Greinilegt hvað hún hlakkaði til að komast út í fyrsta skipti í marga daga.  Þegar við komum út og settum hana í vagninn skríkti aftur í henni.  Og þegar við gengum inn á vöggustofuna skríkti í henni.  Vá hvað hún var farin að þrá að komast út!  Við Halldór fórum og erinduðumst á meðan og svo sóttum við stelpuna strax eftir hádegi og þó hún hafi verið svolítið leið á stofunni þá lék hún á alls oddi þegar við komum heim og vælið sem var búið að einkenna hana undanfarna daga var alveg horfið.  Stelpugreyið var bara orðin þunglynd á að vera inni allan daginn og komast ekkert út að leika við fórum og versluðum svo í matinn og löbbuðum svo heim frá búðinni og tíndum epli af trjám sem voru farin að svigna undan eplunum og GREINILEGT að eigendurnir vildu þau ekki Whistling.

DSC00351

 

 

 

 

 Ég að teygja mig eftir epli (bjartsýn!)   

 

 

 

Eplin góðu

 

 

 Afrakstur tínslunnar plús hálfur lítir íslenskt vatn úr Gvendarbrunnum sem við keyptum í Irma á 8,50 eða rúmlega 170 kr. á gengi dagsins í dag. 

 

 

 

 

Jóga og litla barnið
Jóga og barnið á bleiupakkanum að gægjast fram bak við hana.
 
 
 
 
 
 

 

 

 Um kvöldið var svo generalprufa hjá Halldóri svo ég komst ekki út á flugvöll til að taka á móti Sigga og Kristjáni en stökk uppá Emdrup Torv til að taka á móti þeim úr strætónum rétt fyrir miðnætti.  VAAÁ hvað var æðislegt að taka allan fiskinn og rækjurnar og flatkökurnar og hangikjötið og lifrarpylsuna og fötin upp úr töskunum hjá þeim.  TAKK ÖLL!!!  Stóðst ekki mátið og fékk mér flatköku með hangikjöti í miðnætursnasl, já og smá appololakkrís sem strákarnir höfðu keypt handa okkur, glænýja afganga Tounge nammmm!!!  En ég tími sko EKKI að splæsa fisknum á þá svo ég bíð með að elda handa okkur fisk þar til þeir fara Joyful.

Við vöktum að sjálfsögðu svolítið frameftir í kjaftinu öllu svo að við vorum svolítið þreytt þegar við fórum öll með stelpuna á vöggustofuna og svo beint niður í bæ.  

Beðið eftir strætó

En það var samt ferlega næs.  Hygg-uðum okkur bara á kaffihúsum og rölti frameftir, m.a. í grasagarðinumog við Halldór skildum svo strákana eftir og fórum og sóttum stelpuna, sem var alveg að fíla sig á vöggustofunni, og fórum svo með hana heim.  Svo var borðuð hjemmelavet pizza og blaðrað fram eftir ööööllu.  Hrikalega gaman. 

Í morgun sváfum við líka frameftir (við Halldór til skiptis náttúrulega Wink) og skelltum okkur svo niður á Kongens Nytorv á markað sem var svo sem ekkert nema plattar, glös og skartgripir.  Við röltum Strikið fram og aftur og vá hvað var pakkað!  Halldór er að frumsýna í kvöld og strákarnir eru niðri í bæ að njóta þess að vera í Köben.  Við krakkarnir komum bara 

Í grasagarðinum

heim fyrr enda orðið svolítið kalt Pinch

 
 
 
 

Miðvikudagsfærsla í sjöttu viku

Jódís Guðrún var heima.. aftur. Ég vaknaði upp hóstandi og hóstandi og hóstandi í nótt. Halldór var lasinn í dag og svaf, heppinn að vera akkúrat í fríi. Eysteinn var bara hress. Ég skánaði þó þegar leið á daginn og Jódís Guðrún vaknaði bara hin hressasta en ægilega horug (jú það er orð!) svo ég vildi halda henni heima einn dag í viðbót og vona að hún verði minna horug á morgun. Ef ekki þá fer ég með hana til læknis.

Dagurinn gekk bara fyrir sig og fyrir kvöldmat fór svo Eysteinn með klúbbnum á Mama mía. Heppinn var hann að hafa séð hana heima því hljóðið var víst alltaf að detta út öðru hvoru. Hann kom svo heim um hálftíu leytið og Halldór hjólaði á móti honum. Hann er allur hressari.

Það var svínakjöt í matinn.

Það er semsagt ekkert að frétta.

Jú, það fór að rigna í dag. Passar akkúrat, Siggi og Kristján að koma á morgun, búið að vera sól og blíða undanfarna daga en á að rigna yfir helgina. Klassískt. Ætla að fara að drusla mér í bólið enda orðin verulega þreytt eftir að hafa verið að lesa einkar óspennandi greinar um hvort kínversku kvenréttindasamtökin eigi að fá að kalla sig NGO (Non-govermental organization) eða ekki.

Góða nótt!

Sleeping 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband