Flutningur II
22.2.2010 | 08:43
Eysteinn er farinn í skólann, verður svo síðasta skóladaginn sinn á morgun. Ég sit ein með kaffibollann minn, Halldór og Gulla sofa ennþá . Lóa og Þröstur voru svo yndisleg að hafa Eystein hjá sér á laugardagsnóttina meðan við hjónaleysin og frænkan fórum út á lífið. Við ákváðum að nota tækifærið og fara í fyrsta skipti saman á pöbbaröltið síðan við fluttum til Danmerkur. Við litla fjölskyldan ferðuðumst til fuglaparsins og svo hittum við Halldór Gullu á Blasen, Íslendingapöbbnum, á eftir og þá var hún búin að fá tvo vini sína til sín. (HP-flatköku)-Grímur og systurdóttir hans duttu síðan inn á barinn síðar um kvöldið og saman fórum við hersingin á röltið sem meðal annars fól í sér heimsókn á Jail-house hommabar með MEIRU (allt út í rimlum og barþjónninn í fangavarðabúning
og svo dönsuðum við mambó og salsa og fleira skemmtilegt á Mambo-club. Þetta var svooo gaman!!!
En þýddi líka að gærdagurinn var svolítið erfiður. Fuglaparið kom með Eysteini hingað og hjálpaði okkur við að mála í gær en við náðum ekki alveg að klára þar sem málningin kláraðist . Svo við verðum að halda því áfram í dag. En þetta ætti samt ekki að setja mikið úr skorðum þar sem við höfðum, samkvæmt Excel-skjalinu, klárað svo margt á laugardaginn sem átti ekki að gera fyrr en í dag og á morgun. Þannig að við ættum að vera ca. á áætlun
.
Jæja.. ég er að hugsa um að fara að gera eitthvað svo við höldum okkur nú örugglega á áætluninni. Hér er sko ekki slegið slöku við!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.