Heimsókn frá strákunum okkar :)
4.10.2008 | 16:01
Á fimmtudaginn fannst okkur kominn tími til að setja stelpuna á vöggustofuna þar sem hún var orðin hress þó það læki stanslaust úr nefinu á henni. Þegar við vorum búin að klæða hana og komum fram á gang skríkti í minni. Greinilegt hvað hún hlakkaði til að komast út í fyrsta skipti í marga daga. Þegar við komum út og settum hana í vagninn skríkti aftur í henni. Og þegar við gengum inn á vöggustofuna skríkti í henni. Vá hvað hún var farin að þrá að komast út! Við Halldór fórum og erinduðumst á meðan og svo sóttum við stelpuna strax eftir hádegi og þó hún hafi verið svolítið leið á stofunni þá lék hún á alls oddi þegar við komum heim og vælið sem var búið að einkenna hana undanfarna daga var alveg horfið. Stelpugreyið var bara orðin þunglynd á að vera inni allan daginn og komast ekkert út að leika við fórum og versluðum svo í matinn og löbbuðum svo heim frá búðinni og tíndum epli af trjám sem voru farin að svigna undan eplunum og GREINILEGT að eigendurnir vildu þau ekki .

Ég að teygja mig eftir epli (bjartsýn!)

Afrakstur tínslunnar plús hálfur lítir íslenskt vatn úr Gvendarbrunnum sem við keyptum í Irma á 8,50 eða rúmlega 170 kr. á gengi dagsins í dag.

Um kvöldið var svo generalprufa hjá Halldóri svo ég komst ekki út á flugvöll til að taka á móti Sigga og Kristjáni en stökk uppá Emdrup Torv til að taka á móti þeim úr strætónum rétt fyrir miðnætti. VAAÁ hvað var æðislegt að taka allan fiskinn og rækjurnar og flatkökurnar og hangikjötið og lifrarpylsuna og fötin upp úr töskunum hjá þeim. TAKK ÖLL!!! Stóðst ekki mátið og fékk mér flatköku með hangikjöti í miðnætursnasl, já og smá appololakkrís sem strákarnir höfðu keypt handa okkur, glænýja afganga nammmm!!! En ég tími sko EKKI að splæsa fisknum á þá svo ég bíð með að elda handa okkur fisk þar til þeir fara
.
Við vöktum að sjálfsögðu svolítið frameftir í kjaftinu öllu svo að við vorum svolítið þreytt þegar við fórum öll með stelpuna á vöggustofuna og svo beint niður í bæ.

En það var samt ferlega næs. Hygg-uðum okkur bara á kaffihúsum og rölti frameftir, m.a. í grasagarðinumog við Halldór skildum svo strákana eftir og fórum og sóttum stelpuna, sem var alveg að fíla sig á vöggustofunni, og fórum svo með hana heim. Svo var borðuð hjemmelavet pizza og blaðrað fram eftir ööööllu. Hrikalega gaman.
Í morgun sváfum við líka frameftir (við Halldór til skiptis náttúrulega ) og skelltum okkur svo niður á Kongens Nytorv á markað sem var svo sem ekkert nema plattar, glös og skartgripir. Við röltum Strikið fram og aftur og vá hvað var pakkað! Halldór er að frumsýna í kvöld og strákarnir eru niðri í bæ að njóta þess að vera í Köben. Við krakkarnir komum bara

heim fyrr enda orðið svolítið kalt .
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.