Það haustar
9.10.2008 | 11:33
Ég er að hlusta á rás 2 á netinu og heyrði í auglýsingum og tilkynningum að verið var að auglýsa Lottó, 9 milljónir í fyrsta vinning. Það hljómar nú bara eins og klink í eyrum manns eftir að hafa heyrt um alla hundruði milljarðana undanfarna daga. Veit ekki hvort tekur því að vera með í Lottóinu fyrir svona smáaura .
Hér er bara búið að vera blíðviðri, sól og sæmilega hlýtt miðað við árstíma allavega og haustlitirnir eru afskaplega fallegir. Ég var búin að safna fullt af ægilega fallegum laufum á leiðinni heim frá vöggustofunni sem ég ætlaði að gera eitthvað skemmtilegt við en sá svo pokann á kafi í ógeði í ruslinu. Halldór hafði ekkert botnað í því hvað ég væri að geyma ruslapoka uppá borði. Karlmenn!!!
Annars er hugur minn bara hjá vinkonum mínum Önnu og Huldu sem báðar vinna hjá Landsbankanum. Þetta er alveg skelfilegt. Og þetta er rétt að byrja. Bæði Glitnir og Kaupþing eftir .
Ég sendi bara ástarknús heim til ykkar allra og vona að öll þessi ást hafi líka áhrif (spilling effect) á gengið þannig að opnað verði fyrir gjaldeyrisviðskiptin svo við getum millifært á okkur nokkrar krónur á viðráðanlegu gengi. Í millitíðinni ætla ég að hita mér upp smá mexínanska tómatsúpu sem við höfðum í matinn í gærkvöldi
.
Athugasemdir
Já nákvæmlega! Ef maður ætti milljónir í sparifé væri maður í panikki yfir hvar ætti að geyma þær svo þær töpuðu ekki verðgildi sínu. Loksins kemur sér vel hvað maður er óskipulagður :P
Jú takk, vistin er góð :)
Arnrún, 9.10.2008 kl. 21:19
kveðjur til baunverjabæjar!!
Axel (IP-tala skráð) 11.10.2008 kl. 02:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.