18. maí!
18.5.2009 | 21:59
Já, í dag hefði mamma orðið sextug!
Skrítið hvað tíminn flýgur og hvað stutt er síðan við vorum saman komin í fimmtugsafmælinu hennar. Við Halldór fórum niður í bæ og ákváðum að halda upp á daginn með því að borða á mexíkönskum stað þar sem við skáluðum fyrir mömmu. Veðrið var yndislegt, sól og hiti. Hann fór svo í vinnuna og Eysteinn hitti mig því við ætluðum að kaupa fótboltaskó á hann. Sem við og gerðum og sóttum svo Jódísi á vöggustofuna á heimleiðinni. Vorboðinn ljúfi... Íslendingurinn, er kominn til Kaupmannahafnar. Vart þverfótað fyrir Íslendingum á röltinu á Strikinu. Fyrsta fólkið sem við hittum inní H&M var íslenskt
Gaman að þessu!
Annars er ég náttúrulega búin að hugsa mikið til mömmu í dag og kertin hafa verið kveikt til minningar um hana. Samt bara í god humør og að njóta dagsins. Vöknaði reyndar pínulítið um augu þegar mér varð litið á nöfnu hennar þar sem hún sat að snæðingi, með jógúrt um aaallt andlit, alsæl með sig, og mér varð hugsað til þess hvað það hefði verið yndislegt ef þær hefðu getað kynnst Jódísirnar . Hún krúttast bara upp með degi hverjum þetta barn, þó ég segi alveg sjálf frá. Ég er öll orðin marin og blá eftir Halldór.. já, af því að hann getur ekki kreist barnið í klessu og verður því að kreista mig
.
Við höfum það bara fínt
Bless í bili!
Athugasemdir
Hæ,hæ
vildi bara kasta á ykkur kveðju og láta þig vita að ég er stundum að lesa hjá þér......(",) koss og knús vegna mömmu þinnar. Hún hefði örugglega haft gaman af henni Jódísi lítlu og er örugglega ánægð með nöfnu sína.
Knús og koss frá okkur, Soffía.
Soffía (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.