Laugardagskveld
4.10.2009 | 08:52
Það er búið að vera greeeenjandi rigning í allan dag. Þegar við ætluðum að leggja stelpuna út var svo hrikalega kuldalegt, rok og rigning, að ég dúðaði hana í kuldagalla og var að finna til sæng að taka með út þegar Halldór stoppaði mig og sagði að það væri ekki frost úti. Þá leit ég á hitamælinn og sá að það var rétt um 14 stiga hiti. Fyndið þegar ,,gluggaveður" fer í hina áttina, lítur út fyrir að vera mun verra en það er . Reyndar búin að lenda nokkrum sinnum í því undanfarið.
Halldór flýgur heim á morgun og ég berst við að vera ekki afbrýðisöm . Það verður nóg að gera hjá honum og mikið væri ég nú til í að vera að fara með honum, en það ræðir ekkert um það. Hann verður nú ekki lengi frá mér þessi elska og nóg að gera hjá öllum á meðan svo þetta verður fljótt að líða
.
Börnin eru hress, smá kvef í þeirri stuttu en ekkert sem stoppar ákveðnina . Hún er nú svo mikið krútt þessi elska. Eysteinn fékk frí frá fótboltaleik í dag og gvöði sé lof, miðað við það veður sem var. En engin miskunn fyrir bóndann á bænum sem fór út á Ráðhústorg að ganga frá eftir hátíðahöld gærdagsins, þegar valin var Ólympíuborgin fyrir árið 2016. En hann er kominn heim og er að spila svo angurvært fyrir okkur á gítarinn ,,Svantes lykkelige dag"
Dásamlegt!
Gott að sinni
Bless í bili!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.