Gleðilegt nýtt ár!!!

Það er viðeigandi að skrifa fyrstu færslu ársins á fyrsta vinnudegi þess.  Það var ofsalega erfitt að vakna í morgun, hægt og bítandi erum við búin að reyna að snúa sólahringnum aftur við hjá fjölskyldunni en samt tók það mig rúman hálftíma og mikið ergelsi í lokin að fá frumburðinn á fætur í morgun, sem átti að mæta fyrstur í fjölskyldunni til starfa.  Ég þurfti að nudda Jódísi Guðrúnu lengi og bjóða henni góðan dag nokkuð oft áður en hún hætti að breiða sængina yfir sig aftur, settist upp ringluð og píreygð vegna ljóssins.  Við foreldrarnir náðum þó að koma henni á vöggustofuna og þó það hafi verið snjór þá gátum við hjólað með hana þar sem stígarnir voru allir saltbornir og auðir.  Nú snjóar bara og snjóar.  

Áramótin voru mjög skemmtileg hjá okkur og maturinn skrammbi góður, þó ég segi bara alveg sjálf frá Tounge.  Lóa og Þröstur tóku vinkonu sína, sem var í heimsókn hjá þeim frá Íslandi, með sér og Marta og Einar komu líka.  Svo við vorum níu við matborðið með börnunum.  Eins og ég skrifaði áður var ég lengi að finna kalkúnabringu sem ég skar niður og setti salvíu inní, vafði svo inní parmaskinku, steikti og ofnbakaði.  Gerði með þessu hrikalega góða hvítvínsrjómasósu og bara plein kartöflur.  Lóa kom með ægilega góða fyllingu sem við höfðum með og þetta heppnaðist með afbrigðum vel hjá okkur Lóu steikingameistara.  Það virkaði svona líka vel að senda Skaupið frá tölvunni í sjónvarpið svo þetta var bara alveg frábært!  Við spiluðum svo fram undir morgun, fyrst á spil og svo á gítar og bassa og raddirnar okkar.  Svona um 2 leitið kom svo Marta með heimatilbúna ísinn, frábæra eftirréttinn sem hún lagði í púkkið.  Rauðvín í fordrykk, hvítvín með matnum, Mojito með skaupinu, skálað í freyðivíni á miðnætti (að íslenskum tíma) bjór að vild og Opal skot með spilunum.  Já, allt vann þetta saman til þess að þurrka út fyrir mér (og fleirum) nýársdaginn svo hann héldum við bara hátíðlegan 2. janúar.

Já, 2. janúar eldaði ég handa okkur minni hamborgarhrygginn sem ég hafði keypt og ekki bragðaðist hann síður en sá fyrri.  Í gær enduðum við svo jólakræsingar með því að elda lambalæri og borða síðustu Ora-baunadósina með.  Ljómandi endir á jólunum.  Já við bara hentum út jólatrénu í fyrradag þar sem barrið var farið að fara svo mikið í taugarnar á okkur.  Nú verður bara lítilræði að taka niður á þrettándanum og hugsanlega bara grænmetisbuff í matinn LoL.

Nokkrar myndir frá gamlárskvöldinu:

Hópmyndin sem átti að vera svo fín.. en ekki aaalveg í fókusþetta var það skársta sem kom eftir þaðSósan að verða til! :)Fína áramótaborðiðUndir morgun.. Einar kominn á bassannKominn morgun, Lóa og Þröstur farin :P

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband