,,Dattúdi!" (þýðing: Kalt úti!)

Það voru þung sporin sem við stigum til flugstöðvarinnar.  Það var sko langt frá því að vera auðvelt að kveðjast og vita ekki hvernig næstu dagar eða vikur yrðu.. og vera ekki saman í að vita það ekki.  En Guði sé lof og þakkargjörð fyrir Skype-ið.  Það slær á þránna eins og nikótínplástur á sígarettulöngun.  Sem sagt ekki alveg, en hjálpar mikið til.  Það var svo fyrst í gær sem Halldór náði tali af blóðsjúkdómalækni sem mun annast allar rannsóknir á honum og fékk hann að vita að pantaður hefði verið tími í sneiðmyndatöku og sitthvað fleira í næstu viku (skilst mér).  Hann á svo að hitta þennan blóðsjúkdómalækni og krabbameinslækninn sinn á fimmtudaginn (held ég) og þá ættu nú línur að vera farnar að skýrast.  Eins og sést þá set ég dagsetningar fram með fyrirvara um réttmæti þeirra (líklega) LoL.

Litla skottan saknar pabba ægilega mikið en var þó eiginlega alveg sama um þegar hún fékk að sjá Gutta sinn (hund tengdamömmu) á Skype-inu.  Annars er hún nú bara fín.  Halldór var nú pínu svekktur þegar hann var að kveðja hana með tárin í augunum síðasta morguninn, áður en ég fór með hana á vöggustofuna, og hún bara veifaði kampakát á móti og sagði romsuna sína: ,,Hæ hæ, sjaaaá (sjáumst), vi ses, bess bess,  bæbæ!" og ýtti honum svo frá sér, ekki alveg með á hreinu hvað væri að gerast LoL.  Við Eysteinn höfum það fínt og hann er voða góður við mömmu sína.  Hjálpar næstum því tuðlaust til og er alveg að fara að þurrka gólfið á baðinu þegar hann er búinn í baði.  Þetta kemur allt Whistling.  En það er búið að vera alveg hryllilega kalt hérna.  Þessar -10 gráður eru sko frekar eins og -20 gráður og hvað þá í vindkælingunni sem var í dag.  Á morgun á svo að ná upp í 15 m/sek.. jiminn eini, ég veit bara ekki hvernig verður hægt að vera úti þá Pinch.  Og framundan er bara frost og snjókoma.  Ég sem var að vonast til að snjórinn færi að bráðna í burtu svo ég geti aftur farið að hjóla með stelpuna á vöggustofuna.  Það er svo óendanlega leiðinlegt að taka strætó þangað!

Jæja, ég ætla að klára úr rauðvínsglasinu mínu, af því það er svo gott fyrir hjartað og nú er maður bara að hugsa um heilsuna, og fara síðan að smeygja mér upp í rúm til Eysteins (sem liggur í pabbabóli) sem verður þá passlega búinn að kynda vel upp rúmið fyrir mig Smile.  Öll litla fjölskyldan saman í einu herbergi, gerist það notalegra? Ég bara spyr Joyful.

Gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Elsku Arnrún mín -og þið öll.

Ég kíki hingað daglega og athuga hvort það sé eitthvað að frétta. Hugsa til ykkar, knús og kossar.

Jónína Dögg (IP-tala skráð) 13.1.2010 kl. 21:12

2 Smámynd: Arnrún

Takk elskan mín!

Það ætti að heyrast eitthvað frá mér í dag

Knús!

Arnrún, 14.1.2010 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband