Föstudagur til frétta?

Já ég ætlaði að koma með fréttirnar bara jafnóðum strax en bara... gerði það ekki Shocking.  Það sem læknarnir lásu úr sneiðmyndatökunni var að einhverjir eitlar í Halldóri voru á grensunni með að vera of stórir.  Eitthvað sem þeir myndu undir venjulegum kringumstæðum ekkert spá neitt í en vildu, í ljósi aðstæðna, athuga betur.  Svo hann fór í blóðprufu strax eftir tímann í gærmorgun og á svo að mæta á mánudagsmorgun í eitla-sýnatöku sem verður gerð undir svæfingu.  En stækkaðir eitlar geta verið merki um meinvörp, þ.e. að krabbinn hafi dreift sér.  En við erum nú samt bara sannfærð um að Halldór sé bara með eitla í stærri kantinum og það komi ekkert út úr þessu!  

Það kom líka úr myndatökunni að ,,það sást ekkert í höfðinu".  Halldóri stóð nú ekki alveg á sama með það, að það væri þá hreinlega ekkert inni í hausnum á honum FootinMouth en það er þá kannski betra að hafa ekkert í hausnum heldur en að hafa æxli í hausnum LoL.

Sem sagt enn og aftur bið!  Ég þoli ekki bið!  Ég er bara alveg búin að fá nóg af bið!

En hún Anna mín ætlar að koma til mín frá Lundi í dag og vera með mér helgina, ég hlakka alveg óskaplega mikið til að hafa hana hjá mér Joyful.  Svo nú mun ég þá hafa fengið tvær af Önnunum mínum til mín sömu vikunni því hún Anna mín og Gúndi (hennar) kíktu á mig í vikunni í kaffi, sem var alveg dásamlegt!!   Nú vantar mig bara að hún Anna mín frænka komi líka og þá hafa allar Önnurnar mínar komið til mín Grin.  En ég hitti nú bara á hana heima á Fróninu fagra einhvern tímann fljótlega Joyful.

Elsku vinir og fjölskylda, ég þakka ykkur af öllu hjarta fyrir stuðninginn og fallegu kveðjurnar sem ég hef fengið frá ykkur.  Það er ómetanlegt!!!

Knús á ykkur öll!

P.s. Það er búið að tæma ruslatunnurnar, ég held þeir hafi heyrt í mér blogga þeim í sand og ösku hérna í gær Tounge 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband