Fréttir

Við vorum afskaplega kát með það, þegar við fengum sjónvarpið, að ná þremur stöðvum.  DR1, DR2 og TV2.  Og ekki var var það nú verra þegar við sáum hversu vandað sjónvarpsefnið var.  Góðir fréttatímar og þættir með fréttatengdu efni, Taggart á eftir og annað skemmtilegt og vandað efni.  Nú, fimm vikum síðar, erum við orðið eilítið þreytt á fréttum, ég verð bara að viðurkenna það.  Fréttirnar hefjast með ca. hálftíma millibili á öllum stöðvum og að því loknu eru fréttaskýringaþættir, ef ekki nýir þá endursýndir.  Við sem héldum að Ísland væri fréttasjúk þjóð! 

Síðasta sunnudagsmorgun heyrðum við Eysteinn eitthvað þrusk frammi við útidyrnar hjá okkur og stóðum upp til að sjá hvað væri um að vera.  Þá var það samanvöðlaður auglýsingabæklingabunki (Vaðlaheiðar... hvað?!!Tounge) svo ég tók hann upp.  Þá kom annar eins bunki inn og ég tók hann upp, þá kom annar.. og ég bara beið.  Þetta tók einhverjar nokkrar mínútur og eftir það stóð ég með fangið fullt af bæklingum sem við þurftum að fara í gegnum.  Ekki nóg með það heldur hafði álíka bunki komið á föstudeginum.  Ég get bara sagt það að ég er HÆTT að kvarta yfir auglýsingabæklingaflóðinu heima.  Hver helgi hérna er eins og allt bæklingaflóðið heima í desember samankrumpaður í einn föstudagsauglýsingabæklingabunka (LoLhahaLoL hélt ég myndi ekki ná að lengja orðið auglýsingabæklingabunki, en mér tókst það! -Hvað eru mörg err í því?!)  

En maður vill samt ekki afþakka pakkann þar sem það eru alltaf tilboð í einhverjum búðum og gott að geta sigtað út frá því hvar við eigum að versla.  Eeen bæklingarnir sem við fáum á föstudeginum gilda frá mánudeginum á eftir, svo við þurfum alltaf að geyma tvo bunka í einu (því síðasti pakki rennur út EFTIR helgina) og þess vegna er alltaf allt á kafi í bæklingum hérna... eða það var það allavega fyrstu dagana áður en við "föttuðum" að geyma þá ekki þar sem stelpan næði í þá Joyful.

En yfir í annað.  Halldór er að fara að frumsýna á laugardaginn.  Reyndar ekki að keyra sjálfur en vinna við sýninguna samt og það er generall fyrir frumsið á fimmtudaginn.  Þetta er voða spennandi þó hann segir að þessar tvær sýningar sem hann hefur séð á þessari óperu eru alveg nóg!  Þetta er sem sagt Partenope og er eftir Händel, ef einhver skyldi nú hafa áhuga Joyful.  Miðaverðið er frá hóflegum 110 kr. upp í óhóflegar 770 krónur stykkið!!! Já, ég meina danskar krónur.  Það verður nú bara að fylgja með, aðalumræðuefni húsbóndans á heimilinu undanfarnar vikur.  Það er sem sagt eldhnötturinn í sýningunni. Mikið er búið að liggja yfir því hvernig eigi að ná að varpa eldi inn í glerkúlu með skjávarpa og fékkst að lokum sú niðurstaða að kaupa linsu sem varpar 120° og kostaði hún einverja milljón íslenskar... FYRIR lækkun ISK, svo hún ætti að vera vel rúmlega milljónin í dag.  -Linsa fyrir eldhnött sem er notaður ca. 12-15 mín í sex sýningum.  Aðeins annað uppi á teningnum hér en heima á litla skerinu hvað fjármagn í leikhúsinu snertir.

Yfir í allt annað.  Snúllulingur heimilisins.. nei ekki ég heldur Jódís Guðrún Tounge, er farin að gleyma sér æ oftar, niðursokkin í eitthvað skemmtilegt, standandi alein út á miðju gólfi.  Í dag var ég að taka til og þrífa allt hátt og lágt (já og þessi -lingur sem ég var að tala um, hún sér alveg til þess að það sést ekki neitt!) og þá fannst henni eitthvað ægilega spennandi sem ég var að gera svo hún snéri sér frá borðinu sem hún stóð upp við og gekk eitt skref til mín áður en hún fattaði hvað hún hafði gert og lét sig þá pompa á rassinn.  Svo seinna í dag þá var hún svo spennt að komast til bróður síns að hún tók einhver 2-3 skref til hans áður en hún lét sig detta á rassinn.  Mér sýnist þetta bara vera að koma hjá henni.  JESÚS MINN hvernig verður þetta þegar hún er farin að hlaupa út um allt! Gasp  Nógu er hún nú skæð fyrir.

Gott í bili. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband