Joólin joólin aaalls staðar...

...með jólagleði og gjafirnar.  Já hér voru sko haldin íslensk jól þó í Danaveldi værum. Þó við værum ekki 13 þá hafði ég samt möndlugraut í hádeginu sem var settur upp um hálf tíu um morguninn og látinn malla í rjóma þar til sleifin stóð teinrétt í honum. Hann bragðaðist furðu vel þrátt fyrir danskan rjómann og ekki skemmdi nú fyrir að skola honum niður með malti og appelsíni Grin.

Möndlugrauturinn

(Takið eftir nautnasvipnum á frumburðinum, teygandi í sig malt og appelsín.  Gott að tvísmella á myndirnar til að stækka þær svo svipurinn sjáist betur LoL)  

Jódís Guðrún litli jólanissi

 

(Mín fékk sko að borða grautinn alveg sjálf og fannst hann ekkert lítið góður eins og sjá má) 

 

 

Pabbi hafði komið með þennan líka dýrðlega humar sem ég bjó til humarsúpu í kringum í forréttinn fyrir sjálfa jólasteikina og það var varla vinnufriður allan daginn fyrir grey frumburðinum sem fannst dagurinn aaaaaaldrei ætla að líða og vera eins og ,,heill mánuður að líða hver klukkutími". Þó fór svo að dagurinn leið og að mínu mati aðeins of hratt. Ég náði þó að bera fram súpuna á skikkanlegum tíma og sérstaklega þar sem við höfðum ákveðið að seinka jólunum um klukkutíma því okkur þóttu kirkjuklukkur hér í landi ekki hljóma sérlega jólalega og frekar að þær minntu á brunabjöllur.  Auk þess hringdu þær á kolröngum tíma eða þetta frá klukkan fjögur til klukkan fimm.  Já, svo við þerruðum bara munnvikin og kyngdum humarhölunum til að kyssast gleðileg jólin þarna í miðri súpunni.  Ég tók mig svo til við að brúna kartöflur og klára sósugerð og bar fram þessa líka dýrindis lambasteik í aðalrétt.  Við vorum reyndar svo södd eftir súpuna að við fengum okkur eiginlega á diskinn svona til málamynda.

Við jólaborðhaldið

 

 

 

 Þess má geta að prinsessunni á heimilinu nægði ekki eitt jóladress því rétt eftir að hún hafði tekið jólabaðið og var komin í fínu prjónuðu jólafötin frá ömmu Minnu, og við búin að ná að taka svona ægilega fínar myndir af henni, þá var kominn stór gulur blettur í gegnum allt, frá sokkabuxum og í kjólinn.  Svo þá varð líka að fara í annað jóladress til að við hin héldum þá allavega matarlystinni svona yfir jólasteikinni Pinch.  En það kom nú svo  sem ekki að sök þar sem bæði voru dressin svo fín á henni, eins og sjá má á myndunum.  Set hér inn smá syrpu af henni þar sem hún var alltaf að kippa húfunni niður fyrir augu og ganga þannig um og sá að sjálfsögðu ekki neitt.  Ægilega gaman Grin.

Í fanginu hjá afa

 

Hollin skollinn

 

..alveg týnd

 

Obbossí!

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og komin í nýtt dress

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir þetta var líka drengurinn orðinn viðþolslaus og nánast að hann styngi sér í pakkaflóðið (sem var ekki lítið) en var duglegur að deila á okkur öll þá pakka sem við fengum.  Stelpan var alveg yndisleg, ég tók utan af skrautborða fyrir hana og hún fékk pakkann í hendurnar og fannst það ægilega spennandi að skoða þennan pakka.  Ég hjálpaði henni með að taka af fyrstu pökkunum og undir það síðasta var hún alveg búin að ná því að það væri eitthvað spennandi undir hverjum skrautlega pappírnum sem hún fékk á fætur öðrum.  En hún var samt svolítið hissa á þessu öllu, því það voru alltaf svo rosalega spennandi og skemmtilegar gjafir í öllum pökkunum að hún var alltaf að reyna að leika sér með það dót eða skoða þær bækur sem hún fékk en það var svo alltaf rifið af henni til að taka upp næstu gjöf.  

Fyrsti pakkinn

 

 

 

..vá hvað þetta er flott!

 

Og búið að opna hann allan.

 

 

 

 (Hér er hún að opna fyrsta pakkann sinn og enn að átta sig á öllu þessu pakka-hugtaki)

 

 

 

 

síðasti pakkinn

 

 

og búið

 

 

 

 

 

 

(Í lokin var hún sko enga stund að rífa utan af gjöfunum, alveg komin með þetta á hreint eins og sjá má)

 

 

 

 

 

 

 

Eysteinn Aron var í skýjunum með allar sínar gjafir svo og við öll hin með okkar.  Þvílíkar gjafir maður.. úff!!!  Ástarþakkir til ykkar allra sem hugsuðu svo fallega til okkar og lögðu sig fram um að finna eitthvað svona fallegt handa okkur öllum Joyful.

Eysteinn með nýju málningargræurnar frá afa nafna

 

Við lágum hér afvelta eftir matinn og gjafastússið og um hálfellefu var loks farið að verða pláss fyrir smá kaffi og ís sem ég hafði búið til handa okkur.  Hann var alveg æðislega góður hjá mér þó ég segi nú bara alveg sjálf frá.  Ég nefnilega blandaði tveimur uppskriftum saman sko.  Toblerone-ís uppskriftinni hennar mömmu og annarri sem ég fann í uppskriftarbók og setti því dash af Baileys í ísinn í stað vanilludropa.  Það virkar!!!

Anyways... við smelltum svo púslinu á borð sem Halldór hafði fengið í möndlugjöf (og hann hafði keypt) og púsluðum yfir nokkrum joríjoríjóum frá Agli Ólafssyni og Þursaflokknum sem var að sjálfsögðu sett í tækið um leið og við opnuðum þann pakkann Grin.  

Þetta var sko góð byrjun á jólunum Joyful


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband