Nilfisk
28.4.2009 | 07:45
Já, við fórum í gær og sóttum okkur ryksuguna sem ég var búin að minnast hér á fyrr.

Hún er algjört yndi . Ég fékk algjört æði í gær þegar hún var komin í hús og prufaði alla stútana sem fylgdu henni
. Sjáið bara hvað hún er falleg
. Við komum líka við hjá grænmetissalanum en það var lítið til hjá honum blessuðum. Ég tók eftir um daginn að svolítið frá honum (þeir eru reyndar þrír við sama götuhornið en ég versla yfirleitt hjá honum) var Dani búinn að raða nokkrum brettum upp og setja á þau fullt af jarðaberjabökkum. 450 gramma bakki kostaði 15 kr. en tveir á 20. Hjá grænmetissalanum ,,mínum" kostaði hins vegar 500 gr. bakki 10 kr. Alveg æðisleg jarðaber, stór og sæt og æði. Svo þegar við komum núna var Daninn búinn að færa út kvíarnar og kominn með nokkrar tegundir til viðbótar af ávöxtum og einhverju grænmeti. Nú kostaði þessi sami 450 gr. bakki 20 kr. en tveir á 30. Hmmmm???
Ég fór til grænmetissalans ,,míns" og sá að öll jarðaber voru búin hjá honum... aaaa... þar kom semsagt skýringin! Öll ódýru jarðaberin voru búin hjá Tyrkjunum/Pakistönunum svo þá hækkaði Daninn verðið. Svona ganga nú viðskiptin fyrir sig
.
Annars gleymdi ég að segja frá því að inn um lúguna kom frekar hart bréf.. eða stíft (eða hvernig sem maður segir það) frá Tívolí. Stílað á Halldór, auðvitað. Og hann opnaði umslagið og þá var þetta fallega kort inní umslaginu með mynd af sýningunni sem hann verður að stýra og hvað haldið þið að hafi staðið inni í því?
,,Tivoli har hermed den store glæde at invitere til premiere onsdag den 20. maj. kl. 19:30 i Glassalen i Tivoli"
Jú, mikið rétt... boðsmiði á frumsýninguna handa mér
Ég var bara svo hissa. Heima hafa þeir nú ekki lagt í vana sinn að bjóða mér á frumsýninguna nema þegar Halldór hefur séð um hljóðmyndina.
Annars er Halldór byrjaður að vinna, byrjaði í gær, og bara líst voða vel á þetta allt saman. Ég með mín verkefnaskil og prófundirbúning. Allt á fullu þar.. og mætti alveg minna vera . Hvað er ég þá að þvaðra þetta hérna?? Ég verð að drífa mig að byrja svo ég nái að koma einhverju í verk í dag!
Bless í bili!
Athugasemdir
Tívolí
bara snilld sko staðurinn ekki tækin 
Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 09:01
Hehe, nákvæmlega! Hlakka til að ,,hygge mig" þar með þér í sumar ;)
P.s. takk fyrir að vera svona duglegur að kommenta.
Það gleður mitt litla, auma hjarta :)
Knús!
Arnrún, 29.4.2009 kl. 07:32
Hæ hæ Arnrún !
Til hamingju með nýju ryksuguna
Mikið eru jarðaberin ódýr í Danmerku. Ég get sagt þér hvað jarðaberin kosta í Krónunni hérna (fást ekki í bónus) og 200gr kostar, já haltu þér 500 kr
Þetta er sko okur hér á landi.
Frábært að þér sé boðið í á sýninguna. ´
Gangi þér vel í próflestrinum.
Kær kveðja Eyrún
Eyrún (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 16:27
Ooooohhhhhh, ég fæ bara vatn í munninn af svona lestri.........jarðaber....nammi, namm. Ég væri svo til í að koma í heimsókn og fara í garð einhvers staðar með jarðaber og góðgæti.......namm, en svona er það, kreppa og bla,bla.
Bið að heilsa ykkur öllum, knús og koss frá okkur (",)
Soffía (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 17:44
ooo hvað ég væri til í að fá ykkur vinkonurnar til mín og borða jarðaber og drekka kampavín í hvert mál :D
Knús til ykkar!!
Arnrún, 30.4.2009 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.