Góð helgi að baki

Ég náði nú ekki alveg að klára prófið áður en hátíðin byrjaði í klúbbnum hans Eysteins.  Við vorum mætt tímanlega en samt var hljómsveitin hans byrjuð að spila.  Það var búið að reisa risa hvítt tjald á svæðinu fyllt bekkjum og fullt af fólki komið.  Þegar hann var svo búinn kom hann út freeeekar svekktur að við hefðum misst af honum.  Ég sagði honum að við hefðum heyrt í þeim fyrir utan og heyrt þegar hann hafi verið kynntur.  Ég sýndi honum svo að klukkan var enn fimm mínútur í þrjú, þó hátíðin hafi átt að byrja klukkan þrjú.  En allt í lagi, því þau áttu að spila meira í hléinu.  Við komum okkur því fyrir og horfðum á atriðin.  Þetta var svo glæsilegt að við stóðum (sátum) eiginlega bara gapandi.  Hljóðkerfi, kynnarnir, 14 ára stelpur, voru með sendi-mic og byrjuðu allar setningar á ,,Mine damer og herrer..." og svo voru hver metnaðarfullu atriðin á fætur öðrum, allir voru með og ótrúlega mikil fjölbreytni.  Allt frá dans- og söngatriðum, í karatesýningar og kraftlyftingar að ekki sé talað um trúða- og galdraatriðin.  Og allt svo flott og vel æft.  Og það gekk líka allt svo smurt, engin bið og ekkert vesen.  Kynnarnir kynntu næstu atriði meðan verið var að ganga frá og stilla upp fyrir næsta atriði og sögðu brandara ef það tók langan tíma.  Bara hreint ótrúlegt hvað mikill metnaður er lagður í barna- og unglingastarf hérna.  Við vorum mjööög imponeruð af þessu öllu saman.  Svo í hléinu kom hljómsveitin hans Eysteins aftur saman og spilaði fjögur lög sem Halldór tók upp á vídeó en við eigum eftir að setja inn á tölvuna svo ég set bara nokkrar myndir sem ég tók.  Við hendum svo inn vídeóinu þegar við erum búin að koma því í tölvuna.

HljómsveitinEysteinn einbeittur á trommunum

Lengst til vinstri er Anders á gítar, svo Jacob á bassa, þetta eru bestu vinir Eysteins, ég veit ekki hvað söngkonan eða hljómborðsleikarinn heita.  Mig minnir að hljómsveitin heiti Black dreams en ég leiðrétti mig síðar ef ég fer með rangt mál LoL.

Ég má nú til með að segja frá því að ég talaði við þann sem hefur verið með yfirumsjón með hljómsveitinni, strákur sem vinnur í klúbbnum.  Hitti hann fyrir utan tjaldið og var að segja hvað þau væru orðin ótrúlega góð á ekki lengri tíma.  Hann var svoleiðis upprifinn og fullyrti það að þau væru svo góð að ef þau héldu áfram að æfa þá yrðu þau vinsæl hljómsveit í Danmörku eftir svona fimm ár.  Ég hló nú bara og sagði ,,Já, heldurðu það?"  ,,Ég veit það!" sagði hann og sagði svo að þau væru svo klárir spilarar og mikill metnaður í þeim að þau hefðu náð gríðarlegum árangri á ekki lengri tíma en þetta.  Og það skein frá honum hvað hann var gríðarlega montinn af þeim.  Hann sagði mér svo að það yrði haldin sumarhátíð 3. júní þar sem þau myndu spila líka og þá myndu þau vera komin með flotta æfingu að spila fyrir fólk áður en þau spila á festivalinu í júlí.  Eysteinn er rosalega hrifinn af þessum strák, segir hann allt fyrir þau gera, alltaf vera til nýir gítar- og bassastrengir fyrir strákana og nóg af kjuðum fyrir hann og bara frábær metnaður fyrir þeirra hönd.  Gætuð þið ímyndað ykkur svona vinnu og metnað fyrir krakka á Íslandi?  Við héldum líka að þetta væri stórafmæli í klúbbnum, því það var svo komið saman aftur í klúbbnum um kvöldið og haldið afmælispartý.  En nei, þetta var semsagt 24 ára afmæli klúbbsins LoL.Allavega.  Við fórum náttúrulega í röðina að kaupa okkur eitthvað í gogginn og drekka á þessum blíðviðrisdegi og að sjálfsögðu varð Halldór að kaupa sér bjór... bara til að geta sagst hafa keypt sér bjór á fjölskylduskemmtun.  Okkur finnst þetta bara óendanlega fyndið LoL

Bjórkassarnir við borðiðHalldór með bjór og poppJódís kát í sandkassanum

Stelpan var nú ekkert of hrifin af því að vera föst inní tjaldi allan tímann svo við vorum mestmegnis útivið eftir hlé í góða veðrinu.  Við röltum okkur svo heim að loknum Cirkus þar sem ég átti enn eftir að klára prófið sem ég þurfti að skila inn fyrir tíu um kvöldið.Eysteinn og Anders að leika við Jódísi 
 Ég náði svo að klára prófið mitt á góðum tíma, enda átti ég nú ekki mikið eftir þegar ég fór á sýninguna, hafði unnið lengi frameftir til að eiga sem minnst eftir.  Eysteinn varð bara eftir með strákunum þegar við röltum okkur heim og svo ætluðu þeir feðgar að hittast um kvöldið niðri í klúbbi þar sem foreldrar voru boðnir með líka.  Við heyrðum ekkert frá stráknum og Halldór var einhvern veginn ekki að nenna einn í klúbbinn svo hann dró það bara að fara þangað til hann hjólaði niðureftir um klukkan hálftíu.  Þá var Eysteinn þar í miðri hjónabandsráðgjöf og vildi aaaalls ekki hafa pabba nálægt LoL.  Halldór hjólaði því tilbaka og sótti hann svo bara þegar þetta var að klárast og klukkan langt gengin í miðnættið.
 
Allir samankomnir og skugginn af Halldóri með... Sigrún og JódísStelpan að elta dúfurÁ heimleið um 6 leytiðSmá notó-stemmning í garðinumBlómatré í götunniÓtrúlega fallegt!
 
 
 
 
 
Við vöknuðum svo í gærmorgun í yndislegt veður og hitinn átti að fara uppyfir 20 gráðurnar svo það kom ekki annað til greina en að fara í einhvern garð að ,,hygge sig".  Við fundum fínan garð, ekki langt frá Nørreport, og hittum Einar þar.  Fundum okkur góðan stað þar sem við vorum ekki nálægt vatni svo ég gat verið nokkuð róleg gagnvart stelpunni.  Við breiddum úr okkur þar og drukkum kaffi sem við höfðum komið með á brúsa og nösluðum ýmislegt sem við höfðum keypt í Nettó og strákarnir fengu sér smá bjór.  Við lágum bara þarna og ég prjónaði og... GUÐ MINN GÓÐUR hvað þetta var yndislegt!  Stelpan svaf í kerrunni sinni í góða stund og Sigrún og Andy, ásamt vinafólki þeirra, komu og sátu hjá okkur góða stund.  Nú er ég hætt að þola ekki sunnudaga... SVONA eiga sunnudagar að vera! Joyful  Meira að segja Eysteinn lá bara með ipod í eyrum og var alsæll í sólinni.  Halldór tók myndir af okkur mæðgunum við blómatréð sem er í götunni.  Þetta er ekki ósvipað Kirsuberjatrjánum nema blómin eru miklu stærri á þessum trjám.  Alveg óóótrúlega fallegt, eins og sjá má.  
Við tímdum ekki að fara inn þegar við komum heim, Eysteinn hafði farið og hitt Jacob og Anders eftir að við vorum búin í garðinum, svo að við sátum heillengi úti í garði.  Hér koma menn frá ,,Sorpu" á vissum tímum ársins og taka biluð raftæki, svo fólk stillir þeim bara út á gangstétt.  Við gengum fram á sjónvarp í götunni hjá okkur, ásamt fleiri munum, og þegar Eysteinn kom heim spurðu þeir feðgar fólk sem bjó í húsinu hvort þeir mættu taka þetta.  Jájá!! Svo komu þeir með það inn og stungu í samband... þetta líka eðals sjónvarp.  Það var reyndar einn galli.  Það hafði einhver köttur náð að míga á það.. og inní hátalarana, svona í millitíðinni þannig að það angaði þvíííílíkt!  Við þrifum það eins og við gátum og svo bara spreyjuðum við Ajax inní hátalarana LoL.  Það er hætt að lykta og sjónvarpið virkar svona líka vel!  Ég er þar með laus við Playstationvélina úr stofunni... HJÚKK!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þið flytjið aldrei heim eftir alla þessa upplifun í Köben Það var sól og hitaskúr um helgina = gott veður á okkar mælikvarða.

 Þægilega róleg helgi hjá mér en  busy hjá S Við erum sáttir við kosningarnar spurning hvað gerist í ESB

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 11:12

2 Smámynd: Arnrún

Enda vinn ég statt og stöðugt að því að flytja bara fjölskylduna út til okkar :) Já, við erum bara sátt líka við niðurstöðu kosninga.

Arnrún, 27.4.2009 kl. 12:56

3 identicon

Flottar myndir, tréð er magnólía.  Mig langar svo í eina í garðinn en hef ekkert pláss...

Erla frænka

erlabjörk (IP-tala skráð) 28.4.2009 kl. 13:38

4 Smámynd: Arnrún

Heyrðu takk fyrir það! Alveg ótrúlega fallegt tré og ilmurinn alveg ótrúlegur af því.

Ég ætla að fá mér svona tré í garðinn þegar ég er orðin stór :)

Arnrún, 28.4.2009 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband