Áramótin á næsta leiti
31.12.2009 | 13:16
Leitin mikla að kalkúni í gær endaði með því að ég fékk eina bringu. Já, allur dagurinn fór í það að ganga verslana á milli og leita að kalkúni. Ástæðan? Jú, salmonellusýking í stofninum . Eitt brjóst var uppskeran, sem slapp þó vel þar sem það er rúm tvö kíló, svo verða bara tvær kjúklingabringur með
. Búið að versla flugeldana og sprengidótið allt og skúra gólfin. Freyðivínið komið í kæli og sængurfötin komin í viðrun úti á snúrum enda akkúrat rétta veðrið í það
. Búið að prufa snúruna sem færir okkur áramótaskaupið úr tölvunni í sjónvarpið svo nú er bara gamanið framundan
. Húsið mun fyllast af góðu fólki sem ætlar að halda upp á áramótin með okkur.
Elsku vinir og fjölskylda, við þökkum ykkur liðið ár og öll undanfarin ár og vonum að þið eigið yndislegt áramótakvöld.
Knús frá Rørmosevej
Arnrún, Halldór og Jósteinn jr.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.