Fimmtudagur til frétta!
14.1.2010 | 07:30
Ég skildi ekkert í því að ruslatunnan okkar var orðin smekkfull og kominn svartur ruslapoki við hliðina á henni með meira rusli í, já ég bara botnaði ekkert í því af hverju hún hefði ekkert verið tæmd í bráðum þrjár vikur. Ég fékk svo svar við því í gær. Þegar ég kom heim hékk uppi miði, á sameiginlegu töflunni okkar, sem sagði að á meðan Rørmosevej væri þakin snjó (öllu heldur ekki mar-auð) myndi fyrirtækið ekki tæma hjá okkur tunnuna. Þannig er nefnilega að hvert hús sér um að moka gangstéttirnar í kringum sitt hús og salta (og við þurfum náttúrulega að búa á horninu ) en ekki nóg með það, heldur líka götuna fyrir framan húsið hjá sér. Þannig að ef einn slóði í götunni sér ekki um að salta fyrir framan húsið sitt þá kemur ruslabíllinn ekki að tæma í allri götunni
. Meiri andsk... vitleysan!
Já, í dag er dagurinn sem við höfum beðið eftir með óþreyju. Ég hélt að það myndi bara aldrei koma að honum, allavega er undanfarin vika búin að vera eins og heil eilífð að líða. Skrifa þegar Halldór er búinn að hringja í mig og niðurstöðurnar liggja fyrir.
Knús á ykkur!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.