Mánudagur, 22. í biđ!
18.1.2010 | 16:11
Halldór fór í sýnatöku í morgun og ţađ gekk bara ljómandi vel. Hann var svo hamingjusamur ţegar ég talađi viđ hann og ánćgđur međ lífiđ og tilveruna eftir svćfinguna. Ţessar róandi töflur sem hann fékk gćtu haft eitthvađ ađ gera međ ţađ . Viđ fáum svo ađ vita síđar í vikunni hvađ kemur úr ţessu.
Anna hin Hressa kom til mín yfir helgina og viđ áttum svo notalegar stundir hérna. Hún kom fćrandi hendi međ heila helgarveislu, rauđvín og osta, jarđaber og súkkulađi, ólífur og tapas... kjúkling og kartöflur, já, full taska matar! Hún vildi sko EKKI láta hafa fyrir sér . Ţađ var svo dásamlegt ađ hafa hana yfir helgina. Í gćrmorgun skildu svo leiđir viđ Nřrreport, ţar sem hún hélt áfram til Lund og ég hitti Sigrúnu og Andy. Ţar tók Andy viđ vagninum og börnunum og hélt heim til ţeirra í skíííííííítakuldanum!!! Viđ Sigrún héldum til Íslandsbryggju á kaffihús ţar sem viđ áttum pantađ borđ í ,,Brunch with Bubbles" Bröns međ kampavíni
. Hún fékk gjafabréf í 50. afmćlisgjöf og vildi frekar bjóđa frćnku sinni en Andy sem ég fékk ţá bara til ađ passa fyrir mig í stađin
. Ţađ var svo dááásamlegt! Maturinn var algjört ćđi og kampavíniđ gott en félagsskapurinn bestur! Ţetta var yndislega notalegt hjá okkur. Eftir góđan kaffisopa heima hjá ţeim (eftir brönsinn) var ég afskaplega fegin ađ komast heim til mín úr frysta-rassinn-af-mér-kuldanum!!! Ćtli sé ekki enn sumarhiti á Íslandi núna
.
Jćja,
Gott ađ sinni
Bless í bili!
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.