Fyrsta færsla!

Jæja...

Á morgun eru komnar tvær vikur frá því við fluttum hingað til Kaupmannhafnar.  Það er svo ótrúlega margt búið að gerast á þessum tveimur vikum að manni finnst þær vera orðnar fjórar ef ekki fleiri.

Við Jódís Guðrún erum að byrja aðlögun á vöggustofunni í fyrramálið (og þá meina ég náttúrulega VIРBlush ) Oh, þetta er alveg yyyndisleg vöggustofa í rólegu íbúðarhverfi og garður í næstu götu við hana sem tilheyrir alveg vöggustofunni og starfsemin fer algjörlega fram þar á sumrin og svo langt fram á haustið sem veður leyfir.  Og starfsfólkið var allt svo yndislegt.  OOOg.. í landi nestisins er barasta heitur matur í hádeginu alla daga nema föstudaga, så skal man ta' med en madpakke.  Maður hefði náttúrulega bara fengið menningasjokk ef það hefði ekki verið nesti einhvern daginn!  

Annars hefur ekkert gengið að fá drenginn inn í skólann og er mér fyrir löngu hætt að finnast þetta sniðugt.  Eftir mikil bréfaskrif fram og tilbaka við skólann síðustu tvær vikur ákváðum við Halldór að láta sko ekki bjóða okkur þetta lengur og fara bara og berja í borðið hjá skólastjóranum.  "Her til og ikke videre!"  Konan á kontórnum sem á móti okkur tók var hin almennilegasta "Nej, desværre er alle på kontoret og alle lærere i skolen på kursus."  Svo við máttum snúa heim með skottið milli lappanna og plana SKO að láta þá heyra það á mánudaginn.  En þetta er náttúrulega ekki hægt að hann sé ekki byrjaður í skólanum ennþá og önnur vika í september vel á veg komin.

 Svo við snúum okkur að skemmtilegra stöffi þá komu Pétur Steinsen, Doris og litla krúttið þeirra Tanía Ósk í gær og höfðu meðferðis dýrindis íslenskar lambalærisneiðar sem Pétur var búinn að láta liggja í marineringu í rúman sólahring og við skelltum þessu á grillið og borðuðum hér úti í garði með tilbehør í yndislegu veðri.  Eftir kaffi og eftirrétt hjóluðu þau sér svo heim og þá var klukkan orðin rúmlega níu og veðrið enn alveg frábært.  Dagurinn í dag var svo tileinkaður lestasamgöngunum þegar við fórum til Valby að hitta fuglaparið og góðvini okkar Lóu og Þröst Smile.  Við röltum svo í miðbæ Valby með Lóu og fengum okkur æðislegan bröns á kaffihúsi og sátum að sjálfsögðu úti enda, enn einn daginn, alveg frábært veður og við vorum sko ekkert að drífa okkur heim.  S-tog og Metro kerfið var nýtt til fullnustu í þessari ferð, soldið þægilegra en strætóinn, verð að segja það  Joyful þó síðustu metrana hafi verið ósköp gott að geta hoppað upp í strætó og stytt gönguna um nokkur hundruð metra.

 Við vorum nú svolítið búin á því þegar við komum heim, það verður nú bara alveg að viðurkennast, svo feðgarnir röltu sér til Ítalanna á horninu og sóttu pizzu og franskar -að sjálfsögðu með remúlaði Tounge og svo ákvað ég að það væri ekki hægt fyrir dömuna að byrja á vöggustofunni með þennan lubba sem vaxinn er á hana svo ég fann til klippisettið góða og snyrti hana svolítið til.  Henti henni svo í bað og uppí rúm.  Ég sit núna ein vakandi og síðasti maður LÖNGU farinn að sofa.  Hér er bara yfirleitt komin kyrrð upp úr 10 enda annasamir dagar þá að kveldi komnir.  Svona á þetta náttúrulega að vera Smile.

 

Jæja, hendi hérna inn myndum af nýklipptri dömunni

 Fyrir klippingu

 Fyrir klippingu I

Fyrir klippingu II 

Fyrir klippingu II

Eftir klippingu I 

Eftir klippingu I

Jóga '62 

Eftir klippingu II

 

Svo ákvað ég að poppa aðeins upp hárgreiðsluna á syninum líka og læt mynd af honum flakka með:

msmmsss 

Allt annað að sjá börnin!

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eru náttúrulega alveg stórglæssilegar hárgreiðslur hjá þér!  Frábært hvað það er gott veðrið hjá ykkur... mættuð alveg deila því hingað! Hrikalegt að strákurinn komist ekki inn strax, en vonandi gengur það á endanum.

Kærlig hilsen Sædís.

Sædís (IP-tala skráð) 8.9.2008 kl. 11:06

2 identicon

Stórglæsilegt :-) bíð spenntur eftir fleiri fréttum.

 Knús

 K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 07:51

3 identicon

Sko hvað þau eru hugguleg börnin þín. Alveg í stíl við þegar þú klipptir síðast manneskju í Danmörku hehe.

Gaman að fá að fylgjast með

jd

Jónína Dögg (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 12:59

4 Smámynd: Arnrún

Sædís: Ég reyni að blása góða veðrinu yfir til Íslands eftir að ég er búin að nota það.

Jónína Dögg: Já mér sýnist klippingin á Eysteini vera í svipuðum fíling allavega haha :D

Arnrún, 9.9.2008 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband