Aðlögun og skólamál

Rétt um 9 leytið í gærmorgun rölti 3/4 hluti fjölskyldunnar upp á Emdrup Torv í mildu morgunveðrinu.  Þar skildust leiðir, Halldór stökk upp í 6A til að fara í vinnuna og við stelpurnar máttum bíða ögn eftir okkar strætó á leið í aðlögun á vöggustofunni.  Sú stutta er orðin ansi sjóuð í strætórúntunum og nú veit ég ekki hvort það er ökukennslunni hérlendis eða strætisvögnunum sjálfum um að kenna en ég hef nú upplifað notalegri ökuferðir en með strætóleiðum Kaupmannahafnar.  Það er tekið af stað með slíku offorsi að maður á fullt í fangi með að halda vagninum á sínum parkeraða stað þó hann sé læstur og ótrúlegt að ég hef enn ekki séð neinn fljúga út um framrúðuna þegar stoppað er á rauðu ljósi.

 Þegar við komum að garðinum þar sem við áttum að mæta hékk uppi miði á hliðinu þar sem á stóð ,,Velkommen til Vuggestuen Jodis og Oliver" Mér fannst það sætt Smile  

Við hittum þar fyrir stelpuna sem hafði tekið á móti okkur síðastliðinn fimmtudag þegar við fórum að skoða vöggustofuna og hún sótti svampmottur fyrir okkur tvær að sitja á við sandkassann og þar sat svo Jódís hjá okkur og lék sér í sandinum og reif skófluna alltaf öðru hvoru af jafnöldru sinni sem var að leika sér "við" hana.  Á meðan röbbuðum við fóstran um hvernig allt gengi fyrir sig á vöggustofunni.  Áður en langt um leið var sú stutta búin að klifra uppúr sandkassanum og farin að skríða út um allan garð og finna sér spennandi hluti til að klifra uppá, bíla til að ýta og hjörtu til að ræna, því allar fóstrurnar og jafnvel foreldrar sem voru með börnin sín í aðlögun þarna voru öll farin að halla undir flatt og hlæja svolítið að þessari rófu sem bossasentist um allt hvergi ósmeyk og brosti sínu blíðasta.  Hún tók ekki einu sinni eftir mér það var svo gaman hjá henni.  Hún tók strax fóstruna í sátt og hún mátti halda á henni og reima skóna hennar og allt þarna bara einhverjum hálftíma eftir að við komum.  Það var ekki fyrr en óprúttinn strákur kom og barði hana í hausinn með skóflu.. (jæja ok, hann rak hana óvart í hausinn á henni) að hún fór að líta í kringum sig og þegar hún sá mig þá fór hún að skæla og vildi komast til mín.  En svo þegar við fórum fór hún aftur að skæla.  Hún vildi aaalls ekki fara.

 En við fórum nú samt og þegar við komum heim þá sá ég að skólinn þar sem þessi modtagelsesklasse var, sem Holberg skole vildi endilega senda Eystein í fyrst, hafði enn ekki haft samband við mig og þá var mér nóg boðið.  Ég settist því niður og sendi skólastjóra Holberg skole langt og ýtarlegt bréf þar sem fram kom að nú hefðum við sýnt og sannað að við værum öll að vilja gerð til að vinna með skólanum og hefðum verið mjög svo þolinmóð að bíða eftir að hann kæmist inn í skóla, þrátt fyrir að við hefðum mótmælt því að hann færi í e-n sér modtagelsesklasse í allt öðrum skóla en nú væri nóg komið og við vildum að færi inn í bekk núna.  Ég bað auk þess um fund með honum á morgun (í dag) til að ræða þessi mál öll.  Þetta langa góða bréf skrifaði ég á minni góðu dönsku (og smá hjálp frá google transilate, segi það ekki Halo ) og hann virðist hafa skilið mig svona að mestu leyti allavega því þegar við komum svo heim seinna um daginn eftir að hafa verið í verslunarleiðangri niðri í bæ þá beið mín langt bréf frá þessarri konu sem ég hef verið í mestum samskiptum við (skólastjórinn hefur því greinilega áframsent bréfið á hana) þar sem fram kom að hann ætti að byrja í Holberg skole (skólanum sínum) á fimmtudaginn næsta og að hún baðst innilegrar afsökunar á að okkar fyrstu kynni af skólakerfinu í Danmörku hefðu verið á þennan veg.

Takmarkinu náð!! 

Núna er svo Halldór í aðlögun með stelpunni á meðan ég er að læra Whistling  þar sem hann á ekki að mæta til vinnu í dag fyrr en klukkan hálf fimm... lúxus!!!

Er þetta ekki bara orðið fínt í bili?

Hilsnur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En gaman að fá svona "hlýja" bloggsíðu til að lesa svona í kuldanum á Íslandi.

 Kv. Ásta og Emí

Ásta Elínardóttir (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 08:38

2 identicon

Já frábært að setja inn svona blogg síðu, enda erum við hérna á klakanum allt of forvitin um afdrif ykkar í "úglöndunum" :D

En ferlega krúttilegt að það skuli hafa verið svona miði á hliðini og gott að Jóga er að fíla sig svona á vöggustofunni...skil það vel að fólk sé algjörlega heillað af henni, við litlu konurnar erum svo æææægilega sætar og fínar og yndislegar.

Og flott að skólamálin séu að skýrast. Eeeeeeennnn hefurðu ekki verið í strætó hérna á Íslandi????? ég held barasta að þetta sé eitthvað svona alþjóðlegt strætóvandamál, ég hef sko alveg lent í því hér að grípa fólk, lenda undir fólki og sest í fangið á einhverjum strák í strætó af því að það er tekið svo harkalega af stað eða stoppað svo snögglega....!!!!

Kveðjur Dísa og Kata

Dísa (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 22:18

3 identicon

Jæja, gaman að geta lesið um ævintýrið ykkar í Kóngsins Köbenhavn. En flott hjá þér að senda bara svona "ákveðið" bréf til skólastjóranns, svona á að tala við þessi "yfirvöld" 

Hafið það gott.

Kv. úr Ástjörninni

Valgerður (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 23:43

4 identicon

...eitt enn....geggjað flottar klippingar hjá familíunni

Valgerður (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Arnrún

Ásta: Takk

Dísa: Ég hef reyndar ekki tekið mikið strætó heima undanfarið svo þetta hefur alveg farið framhjá mér ;)

Valgerður: Já takk, ég held ég sé bara alveg að ná tökunum á skærunum og blásaranum. Hlakka til að fá ykkur svo í heimsókn einhvern tímann. Það verður gott fyrir ykkur að halda dönskunni aðeins við :)

Arnrún, 11.9.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband