Þriðja helgin - viku þrjú að ljúka

Eysteinn kom mjög ánægður heim eftir fyrsta skóladaginn.  Bekkurinn tók mjög vel á móti honum og strax var hann kominn með tvo stráka sem hjálpuðu honum um skólann og tóku hann með sér í fótbolta í frímínútum.  Og það besta: Síðasti tíminn á föstudögum er tónlistartími, "og það eru sko ekki einhverjir gaultímar eins og heima, það eru trommur og gítar og bassi og fleiri hljóðfæri og fullt af hljóðnemum, bara risa-hljómsveit".  Alveg æðislegt bara.

 Jódís Guðrún var bara orðin hress í gær fyrir utan.. jah, við skulum orða það þannig að ég held að það hafi farið u.þ.b. 20 beiur yfir daginn.  Við drösluðum henni nú samt á loppumarkað í Søborg, sem er rétt fyrir norðan okkur, og á annan við Trianglen.  Kalli kom með strætó um morguninn frá Pétri Steinsen en hann hafði gist hjá honum um nóttina og við drösluðum honum líka með okkur Joyful.  Við fundum nú ekki skrifborð eins og við vorum að vonast eftir að finna en ég fann ægilega sætt bollastell fyrir 20 kall og gamaldags sporöskjulega ramma sem náttúrulega eru ómissandi á hverju heimili og því ekki hægt að láta það  happ úr hendi sleppa Tounge . 

Við elduðum svo ægilega fínt lasagna í kvöldmatinn og Pétur kom eftir vinnu hjá sér og borðaði með okkur.  Við Kalli sátum svo bara að blaðri frameftir kvöldi og hann fór svo fyrir 9 í morgun þar sem hann þurfti að ná flugi um hádegisbilið aftur heim til Færeyja.

Í eftirmiðdaginn fáum við svo heimsókn frá Dóra nokkrum en hann er líka í fjarnámi í einum kynjafræðikúrsinum og ætlum við að grúppa okkur saman í Kaupmannahafnarhóp fyrir hópverkefni í þeim áfanga.  Skemmtilegt að við skulum vera tvö hérna í áfanganum Smile.

Meira síðar,

ciao! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha... kannast við gaultímana úr mínum grunnskóla... þetta hljómar ekkert smá spennandi hjá drengnum

Valgerður (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 13:25

2 identicon

Hæ,hæ

gaman að geta fylgst með ykkur í útlandinu Frábært að þeir tóku honum Eysteini svona vel, en er nokkuð við öðru að búast, ég man hvernig mamma hans var á svipuðum aldri í nýjum skóla Koss og knús, Soffía

Soffía (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 15:54

3 Smámynd: Arnrún

Æi takk essku Soffía :) það var nú líka tekið afskaplega vel á móti mér :D

Arnrún, 15.9.2008 kl. 18:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband