Ikea Gentofte
23.9.2008 | 19:08
Í morgun hafði Halldór svo góðan tíma að hann fór bara með stelpuna á vöggustofuna sem þýddi að þegar þau voru farin var ég orðin ein eftir og gat strax farið að hella mér í lestur og verkefnavinnu sem ég og gerði. Þetta er svo gaman að það er nú bara ekkert lítið. Fyrir þetta margumrædda verkefni er ég búin að vera að grúska í Kvennablaðinu á Timarit.is síðan 1907 og 1908 aðallega og það eru svo skemmtilegar greinar og pælingar á þessum tíma sem eiga enn þann dag í dag fullt erindi og svo ýmislegt sem auðvitað er barn síns tíma. Ég hef ekki skemmt mér svona vel við námslestur... bara aldrei held ég . Hvað ég er ánægð með að hafa valið þetta og fengið tækifæri til að læra kynjafræðin. En Adam var ekki lengi í paradís því um hálftvö leytið var hringt frá vöggustofunni og þá var stelpan búin að gráta stanslaust í langan tíma og ég vinsamlegast beðin um að sækja hana. Við Eysteinn, sem var þá nýkominn heim, drifum okkur með næsta strætó á vöggustofuna og þar sem ég gat þá hvort eð er ekki lært meira fyrr en í kvöld þá ákvað ég að nú færum við bara í Ikea á eftir að versla svona eins og eitt skrifborð handa drengnum og ýmislegt annað sem vantar á heimilið. Við skutumst því eftir stelpunni, strætó tilbaka, þar skiptum við um strætó og fórum í hraðbanka, annan tilbaka og svo skiptum við aftur um strætó og fórum í Ikea. Allt þetta á rétt tæpum klukkutíma, því ég rétt náði að nota sama klippið alla ferðina, ægilega ánægð!
Þegar við vorum búin að kíkja aðeins inn í Toys'Rus, sem var með ráðum gert til að Eysteinn hefði ekki afsökun til að vera leiður á að vera í Ikea þá var stóri rúnturinn tekinn þar inni. Fyrst efri hæðin sem, eins og heima, hefur að geyma húsgögn og stóra muni. Þar fundum við fínt skrifborð og hillur og margt margt fleira. Þetta var allt gert í rólegheitum svo við stoppuðum á kaffiteríunni og fengum okkur smá í gogginn áður en við fórum niður í smávörurnar. Þar fundum við margt margt margt margt fleira og gengum út með tvo smekkfulla bláa Ikea poka (Ég held við eigum orðið 5 stk af þeim því við gleymum alltaf að taka þá með
) og eina fulla trillukerru. Öðrum pokanum lokaði ég vel og lét senda okkur hann ásamt dótinu á trillunni, svo það kemur á morgun. Hinum pokanum smellti ég svo bara á grindina á vagninum. Eysteinn hafði nú bara orð á því að þetta hafi verið skemmtilegasta Ikea ferð sem hann hafi farið
enda snerist hún nú að mestu um hann. Stelpan var bara hreint ótrúlega góð allan tímann, tel nú bara ekki með smá kvart og kvein einstaka sinnum í tveggja og hálfstíma Ikeaferð.
Sami vagnstjóri keyrði okkur svo tilbaka, skemmtilegt, og þegar við komum heim var Halldór búinn að ryksuga út úr dyrum og taka allt í gegn. Kvöldið verður svo tekið rólega .
Gott í bili
Ciao!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.