Le club

Í fyrradag hafði ég samband við klúbbinn sem helstu félagar Eysteins í bekknum fara í eftir skóla og okkur var boðið að koma í dag eftir skóla að skoða hann.  Hann er ekkert langt frá skólanum svo við mæðginin hjóluðum okkur þangað og kíktum á aðstæður.  Húsið er í risa garði, á tveimur hæðum (garðurinn er sko ekki á tveimur hæðum, bara húsið Tounge) og á neðri hæðinni er frístundaheimilið, sem er fyrir krakka upp í 3ja bekk (4. bekk heima), og á efri hæðinni er svo klúbburinn sem er fyrir krakka frá 4.-8. bekk.  Þar komum við inná gang og á honum voru fatahengi og svo eitt stórt herbergi inn af ganginum.  Þar inni fyrir var eitt pool-borð, borðtennisborð og fótboltaspil  Þar voru líka sófar og skjávarpi til að horfa á bíómyndir.  Fyrir ofan sófahornið var svona svefnloft þar sem krakkar (aðallega stelpur sagði pétursgoggurinn (er það ekki góð íslenskun á pedagog? Wink) ) klifra upp í og hafa það kósí.  Svo var eitt alrými og  þar var riiisa eldhús þar sem krakkarnir búa til alls konar mat og var einmitt ein stelpan að gera vöfflur þegar við vorum að skoða.  Þar er líka smá krókur með flatskjá og guitar-hero og trommu-hero og söng-hero, eða hvað þetta nú allt heitir, sem sagt alls konar hljóðfæri tengd við tölvuleik.  Eysteinn trúði varla sínum eigin augum.  Svo var smíðahorn og svo var stórt herbergi þarna við sem í voru mörk og hægt að spila hand-eða fótbolta og ég veit bara ekki hvað og hvað.  Þetta var bara ekkert smá flott.  Svo er opið fram á kvöld á miðvikudögum og þá er oft farið eitthvað og t.d. næsta miðvikudag á að fara í bíóferð.  Allavega, okkur leist alveg rosalega vel á þetta og hann mátti bara byrja... STRAX!  Sem hann og gerði Grin og var ægilega ánægður með þetta allt.

Ég skilaði bara hjólinu heim og fór að sækja stelpuna með strætó og réééétt náði heim áður en Ikea bíllinn kom með allt dótið sem við keyptum í gær.  Svo þá fórum við í það að setja saman skrifborð og stól og hengja upp hillur og við snérum stofunni svo nú er borðstofuborðið komið undir gluggann.  Bara alveg æðislega fínt.  Aldrei að vita nema við finnum svo eitthvað meira að breyta en ef svo er þá ætla ég að bíða með að gera það þangað til tengdó kemur í næsta mánuði, svo hún missi þá ekki af því sem henni finnst skemmtilegast í heimi: Að breyta! Grin

Dóri hópfélagi (maður verður að aðgreina Halldórana einhvern vegin Joyful) kom svo í kvöld og við bara mössuðum verkefnið eins og það kallast á góðri íslensku.  Nú er bara það litla verk fyrir höndum að koma öllum hugmyndunum snyrtilega niður á blað svo við fáum nú einhverja sæmilega einkunn fyrir þetta.  Já, ég held ég endurtaki mig bara núna:  Þetta er svo gaman!

Annars er stelpan í fríi á morgun og hinn því það eru starfsdagar á vöggustofunni og þá held ég að við verðum að taka einn dag a.m.k. til viðbótar í aðlögun eftir helgi, orðin svolítið þreytt á þessu, segi það ekki.  En svo verður hún vonandi ekki meira veik í bili og ekki fleiri frídagar alveg strax svo hún geti farið að byrja almennilega.  Hún er reyndar aftur komin með rennandi og stíflað nef, var nefnilega orðin svo fín í gær, en það hlýtur að fara úr henni yfir helgina.  Strákurinn enn nokkuð kvefaður með varaþurrk frá helv... Ég er bara hress Wink já og Halldór líka Grin.

Gott í bili.

Luv,


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband