Laugardagskvöld

Stelpan er öll að koma til og svo sem ekki vanþörf á, það var orðin algjör óstjórn á þessu heimili og eins gott að hún er komin aftur við stjórnvölinn.  Hún var með nokkrar kommur í dag en lét þær ekki aftra sér við að hafa heimilið eins og henni þykir best... í rúst!

Halldór var að vinna í dag, æfing á stykkinu hans, en var búinn frekar snemma og ég var komin með þetta fína lambalæri í ofninn og ilmurinn úr eldhúsinu... upp á Emdrup Torv orðinn ansi lokkandi þegar hann kom heim.  Lóa og Þröstur komu svo til okkar og borðuðu með okkur lambið, brúnaðar kartöflur og tilbehör og jiiii hvað þetta var rosalega gott.  Takk fyrir okkur Gurrý og Leifur Tounge!  Ég fattaði reyndar í miðri máltíð að ég hafði gleymt salatinu inní ísskáp en öllum var slétt sama og við Lóa nörtuðum í nokkur salatblöð svona til málamynda.  Fólk vildi bara íslenskt lambakjöt og kartöflur!  Þau sátu svo frameftir með okkur að spjalli og mikið óskaplega var þetta notalegt og gaman Smile  Þarf að gera meira af þessu!

Nú er sko jólafílingurinn að hellast yfir okkur og ég fann hann svo sannarlega eftir að ég kom úr sturtu eftir að Halldór kom heim.  Þegar ég kom fram, farið að rökkva og steikarilminn lagði úr eldhúsinu, þá fannst mér ég bara vera að koma úr jólabaðinu Joyful  Nú fer maður líka að fara að hugsa til jólanna og kaupa smotterí hér og þar til að gera smá jólalegt í kringum sig þegar þar að kemur og setja í jólapakkana.

Jæja, mega-lærsludagur á morgun og klukkan orðin vel margt.

Míns að fara að Sleeping í rúminn sinn.

Hilsnur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já Gurrý og Leifur, takk fyrir okkur! Lóa og Þröstur

Lóa (IP-tala skráð) 9.11.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband