Óvænt heimsókn

Usssss hvað þið eruð léleg að kommenta hjá mér Woundering.

Við Eysteinn vorum nýbúin að kyngja síðasta kvöldmatarbitanum í fyrrakvöldi þegar bankað var uppá.  Ég var svona hálf undrandi þar sem Halldór átti ekki að vera kominn úr dönskutíma og við áttum ekki von á neinum.  Ég hélt ég væri orðin eitthvað rugluð þegar ég opnaði dyrnar og eina sem mér datt í hug að segja var ,,Ertu ekki að grínast?!" Þarna stóð bara hann Axel bróðir minn ,,Hæ!" Smile.  Hann var þá á einhverri ferð með hjólaklúbbnum sínum á leið í jólaglögg eða frokost eða eitthvað jóla allavega Tounge í Vejle um helgina.  Hann stoppaði í góðan klukkutíma og það var alveg yndislegt að sjá hann svolítið.  

Í gær fór Jódís Guðrún looooksins á vöggustofuna, þá ekki búin að fara síðan á miðvikudaginn í síðustu viku.  Hún var víst svo ánægð að komast þangað að hún fór alveg að skríkja af fögnuði þegar Halldór fór með vagninn í kjallarann og svo vildi hún ólm komast í fóstrunnar, alsæl, þegar inn kom og var meira en slétt sama þegar Halldór kvaddi hana.  Þegar ég svo sótti hana í eftirmiðdaginn var hún bara að dunda sér og ekkert að drífa sig til mín.  Sú var að vinna upp þessa rúma viku sem hún hefur ekki komist.  Svo þegar við kvöddum brosti hún sínu blíðasta til fóstrunnar og vinkaði henni og fóstran gat bara ekki stillt sig um að koma til hennar og klípa aðeins í hana og sagði um leið ,,  Ooo þú ert svo yndisleg að manni langar bara til að éta þig!" Held þær séu pínu hrifnar af henni þarna Joyful.

Dagurinn í dag var viðburðaríkur.  Stelpan vakti mig klukkan hálfsjö, búin að gera upp á bak.  Við fórum fram en hún var eitthvað svo stúrin að hún bara gargaði og vældi til skiptis.  Eftir að vera búin að gefa henni að borða og leika svolítið við hana tók ég hana bara í fangið og lagði hana á hnén á mér og byrjaði að nudda hana á bakið og hnakkann.  Við það steinþagnaði mín og svo allt í einu sá ég að hún missti snuðið.  Hún var steinsofnuð! LoL  Það sem ég var fegin að geta bara lagt hana aftur í rúmið og sofnað í nokkra tíma Tounge

Halldór fór síðan með krakkana niður í bæ svo ég gæti hellt mér yfir lærdóminn og var bara frá hádegi til að verða fimm.  Ég náði að gera heilan helling.  Þau komu alsæl tilbaka eftir frábæran dag og ég fór beint í það að gera Mexíkó-súpuna mína, sem er í miklu uppáhaldi á þessu heimili Wink.  Það er líka búinn að vera akkúrat dagurinn fyrir svona súpu, snjór yfir öllu og skítakuldi, alveg 2-3 stiga frost Shocking.  Stelpan var sko í miklu stuði í dag og stóð upp og labbaði á milli okkar aftur og aftur.  Svo labbaði hún sér inní eldhús og þar var markmiðið greinilega að labba það á enda og aftur tilbaka því hún datt eitthvað 2-3svar á leiðinni inn (svo ferlega sleipt) en stóð alltaf upp aftur og hélt áfram og snéri svo við á endanum og gekk tilbaka.  Aaaaalgjör dúlla!!!  

Svo eftir mat og frágang ákvað ég að drífa í að klippa hausinn á Eysteini og stelpan, nýkomin úr baði, horfði ægilega kát á þetta og líkti alltaf eftir hljóðinu í rakvélinni... "bvvvvvvvvvv".  Eftir Eystein var komið að Halldóri.. og myndir voru teknar af þessu öllu saman

 

Eysteinn fyrir II

 

Eysteinn fyrir I

 

 

 

 



Eftir klippingu
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Svo gleymdist að taka eftir mynd af Halldóri en hann var bara klipptur mjög stutt, svo ég set bara inn fyrir-myndina LoL... aðallega af því að hún er af okkur báðum og mjög fyndin Grin
Skötuhjú... fyrir klippingu :)
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hehehehehehe kvart kvart :) Athuga mörgum sinnum á dag hvort þú sért búin að skrifa eitthvað sniðugt inn :-) Gott að vita að þið hafið það öll gott og að köben sé að bliva knús knús Kþ

Kristján (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:55

2 identicon

Þetta átti nú bara að vera knús knús K en ekki Kþ þ vildi endilega flækjast með

Kristján (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 14:57

3 identicon

Takk fyrir spag og hakketíið...   Var að koma heim úr julefrokost'num og er aaalveg búinn að vera ;O)

A

Stóóri bróðir (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 02:37

4 Smámynd: Arnrún

Takk Kristján :) -Kvartið bitnar oft á þeim sem eiga það ekki skilið, hehe

Axel, vona að það hafi orðið þér að góðu, það var frrrábært að sjá þig :D

Knús til ykkar beggja,

A

Arnrún, 24.11.2008 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband