Læknisheimsóknin

Eftir enn eina svefnlausa nóttina gat ég ekki horft upp á krílið mitt svona kvalið.  Farin að veina eftir hverja hóstahrinuna og hundslöpp.  Ég fékk því tíma klukkan hálftólf hjá hjúkkunni sem ætlaði að taka streptókokkasýni til öryggis.  Við gölluðum okkur upp fyrir þetta ógeðslega veður sem á móti okkur tók, grenjandi rigning og rok, og röltum okkur upp á Emdrup Torv.  Auðvitað vorum við akkúrat búin að missa af strætó og urðum því að bíða í rúmar 10 mínútur eftir þeim næsta.  Halldór stökk að kaupa strætókort og á meðan komu hjón sem við höfum stundum séð í strætó til mín að bíða eftir sama strætó.  Ég má til með að segja aðeins frá þeim... aðallega konunni þó.  Hún er nefnilega svolítið kostuleg kerling.  Vel þétt kjagandi við staf og já, henni vex meiri grön en flestum karlmönnum held ég (nema kannski Guðmari, en hann er líka með óvenjulega þétta og karlmannlega skeggrót Ninja) og Gulla, you know who á you know what vinnustað var bara vel snyrt og kvenleg í samanburði við hana þessa.  Til að auka kvenleikan er hún svo til tannlaus og alltaf að sleikja út um.  Augnaráðið er svo stingandi að manni nánast bregður þegar hún lítur í áttina að manni.  Já og meira að segja þegar hún brosti þarna og talaði við mig brá mér hálf við að sjá hana horfa svona á mig.  Hún var ægilega hrifin af stelpunni og beygði sig að henni til að kjá í hana.  Mér fannst eiginlega stórfurðulegt að stelpan skyldi ekki orga af hræðslu við það því sjálf hefði ég bara farið að skæla og haldið að þarna væri Grýla mætt.  Ég veit náttúrulega að þetta er ekki fallega mælt um konugreyið Crying, sérstaklega þar sem hún er greinilega ekki alveg við fulla heilsu, en ég held ég sé samt ekki að ýkja Woundering.  Svo fannst henni svo gaman að spjalla við mig að ég var dauðfegin þegar Halldór kom hlaupandi og strætó rétt á eftir.

Við rétt náðum til læknisins á tíma og komumst svo til strax að þar sem hjúkkan (sem einnig er læknaritarinn, ægilega heimilislegt) tók sýni og skoðaði hana alla bak og fyrir.  Ekkert kom þó úr sýnatökunni svo hún kallaði á lækninn, hana Vibeke, til að kíkja aðeins á hana.  Hún fann þá sýkingu í hægra eyra og sagði að þar sem hún væri búin að vera með hita svo lengi væri hún greinilega ekki að ná að yfirvinna sýkinguna svo hún skrifaði upp á penisilín fyrir hana.  Mér fannst nú hálf skondið að daginn sem hún fær fyrsta penisilín skammtinn sinn er alþjóðlegur dagur vitundavakningar um penisilín.  En henni fannst það ægilega bragðgott, með jarðaberja- og sítrónubragði :)

Hún svaf eins og steinn í alla nótt enda var tveimur stílum stungið upp þegar bleian var sett á fyrir svefninn að ráði hjúkkunnar sem sagði að hún væri örugglega kvalin vegna eyrnabólgunnar.  Hún tók eitt gott hóstakast í nótt en annars var hún bara vær og góð.  Ég hafði unnið veeeeel fram eftir í gær til að geta tekið mér fyrripart dagsins í dag í frí og var mætt í Valby til Lóu hálf ellefu.  Veðrið var reyndar ekki upp á marga fiska þó það væri ekki eins leiðinlegt og í gær en við létum það nú ekki á okkur fá og nutum þess að ganga búð úr búð, setjast á kaffihús og hafa það alveg hrikalega notalegt Joyful.  Ég kom svo heim með glaðning handa feðgunum... nefnilega Lakkrís-Nissa frá Nóa Síríus sem er víst selt í nokkrum vel völdum Irma búðum hérna.  Eysteinn trúði varla að þetta væri Nissa þegar ég henti því til hans.  Ekkert smá hamingjusamur. -En það fékkst svo sem ekki beint ókeypis, stykkið var á 12,50 kr. sem er þá miðað við núverandi gengi rétt tæplega 300 krónur íslenskar (já, fyrir lítið stykki af Nissa).  Skrýtið að gengisfallið hafi ekki náð til innflutnings frá Íslandi Undecided það verður allavega spennandi að sjá hvort vörur frá Íslandi lækki ekki eitthvað á næstunni í búðunum hérna.

Já það var svo margt fallegt sem ég sá í búðarrápinu í dag og ég hefði sko vel getað keypt allt jólaskrautið í flestum þeim búðum sem við kíktum inní, en ég var góð stelpa og keypti aðeins það sem ég nauðsynlega þurfti, jólagjafir og svona Wink.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband