Nóvember-finale

Jæja, aðeins farið að hlýna aftur.  Það var orðið svo helv... kalt, maður dúðaði sig alveg og var samt að frjósa þegar maður steig út fyrir hússins dyr Crying.  Núna er rétt um 10 stiga hiti og því allt annað líf.  Snjórinn er farinn en eftir stendur einn riiiisa u.þ.b. 10 cm hár skafl í garðinum Joyful.  Tíminn hefur farið í ritgerðarsmíð undanfarna daga hjá mér og ég sit hér nótt við dag að reyna að klára allt sem klára þarf fyrir annarlok.  Sem betur fer er stelpan ekki lasin núna!  -Hennar vegna líka.  Þó ég væri í miðjum klíðum að klæða hana í kuldagalla áðan varð hún alveg brjáluð þegar hún hélt að pabbi sinn ætlaði að fara án þess að taka hana með.  Hún er sko búin að fá sig fullsadda af því að vera alltaf skilin eftir heima þegar hann fer á morgnana.  

Við Eysteinn fórum á foreldrafund á mánudaginn þar sem við vorum að reyna að finna út úr því hvernig við gætum náð sem mestu út úr náminu þó hann gæti ekki að fullu tekið þátt í því sem bekkurinn er að gera, svo sem lesa bækur og gera verkefni upp úr þeim.  En við erum dugleg að læra heima og það kom nú pínu á hana þegar ég spurði hvort hún hefði eitthvað kíkt í bækurnar hans.  Því við höfum passað mjög uppá að fylgja bekknum í heimanámi og hann (og ég Tounge) er því að vinna dönskuverkefni sem ætluð eru jafnöldrum hans og innfæddum.  Hún hafði greinilega ekkert reiknað með því.  Eins er hann búinn að vera svo feiminn við að opna munninn svo hún varð mjög hissa að hann skildi allt sem hún sagði þegar hún beindi orðum sínum til hans.  Já!  Nú er að hætta þessari feimni og fara að henda sér útí laugina... hún er nefnilega ekkert svo djúp fyrir hann lengur Wink.  Hann er því byrjaður að reyna að tala svolítið núna sem er náttúrulega bara frábært því þá kemur þetta eins og skot!  

Svo er hann á fullu í hljómsveitinni sinni, Anja, þar sem hann er trommuleikari og mér skilst að þeir séu komnir með umboðsmann og búnir að bóka gigg og allt Grin.  Alveg frábært!  En strákarnir sem eru með honum eru búnir að læra eitthvað á hljóðfæri svo þetta er held ég ekkert bara eitthvert glamur, þeir eru víst að ná að spila einhverja tónlist að ég held Joyful.  Hlakka til að heyra í þeim allavega Smile.

Jæja, nú erum við óðum að fá Ísland til okkar.  Á morgun ætla Heiða og Minna að kíkja á okkur í smá kaffi, það verður frábært að sjá þær aðeins -þó stutt verði!!! Á laugardaginn koma svo Beta og Gulla til okkar og verða í viku Grin jeeyjjj!  Ég hlakka ekkert lítið til að fá þær mæðgur til okkar!!!  Svo held ég meira að segja að hann Kalli vinur minn, Færeyingurinn, ætli að kíkja aðeins á mig um helgina í húsmæðraorlofsferð sinni til Köben!

OMG það er annað hvort harðlífi eða dru...(eins og Halldór myndi orða svo pent)  hvað heimsóknirnar varðar.

Hlakka til að sjá ykkur öll! Grin 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hehe það er ekkert verið að skafa ofan af því, hlutirnir orðaðir mjög "pent". En frábært að Eysteinn skuli vera kominn í hljómsveit og alveg kominn tími á nýtt hljóðfæri inn í þessa fjölskyldu, í viðbót við bassa og gítar. Það verður þá fjör þegar næsta brúðkaup verður;)

Valgerður (IP-tala skráð) 27.11.2008 kl. 15:40

2 Smámynd: Arnrún

Skafa af því?! Nei, þú þekkir þessa fjölskyldu, hér er sko ekki skafið af hlutunum ;)

Já, hvað er þetta með alla þessa bassa í famelíunni?! -Vinnum hörðum höndum að því að koma inn nýju hljóðfæri og hann ætti að vera orðinn góður fyrir brúðkaup, hehe!

Arnrún, 27.11.2008 kl. 20:24

3 identicon

Hóst... gleymdi reyndar alveg tveimur hljóðfærum...hóst hóst... Iðunn og Bergþóra eru náttúrulega algjörir snillingar á fiðlu og klarinett;) Ég verð svo bara að senda Júlíu Birnu að læra á píanó til að fá meiri flóru í þetta;)

Valgerður (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:00

4 identicon

Ég hef bara ekki haft tíma fyrren í dag til að fatta það almennilega að við erum að koma! En senst fattaði það altso í morgun um 6 þegar ég vaknaði upp við vondan staur og áttaði mig á að ég á eftir að þvo allt! Verð að rjúka heim í hálftíu kaffinu og hádeginu til að hengja upp og stinga í aðra vél og svo þarf að pakka Ólafi oní tösku og allegrejer! Jiminn einasti eini hvað það verður gaman að koma til ukkvar elskurnar! Sjáumst á morgun :)

Gulla (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 10:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband