Prófdagar

Já.. blogginu hefur borist kvörtun vegna lélegs fréttaflutnings Gasp og reyni ég nú mitt íííítrasta til að svo verði ekki aftur.  Jú það eru víst komnir einhverjir fimm dagar frá síðustu færslu.. jiiiminn, svona líður tíminn þegar það er gaman.

Já, það er búið að vera svo ótrúlega gaman hjá okkur meðan Beta og Gulla hafa verið á heimilinu.  Þær sem sagt komu þarna á laugardaginn og svo á sunnudeginum var Sigrún búin að láta mig vita að það væri kaffi í Jónshúsi svo við skelltum okkur þangað og hittum Halldór á leiðinni sem skaust til okkar í pásu í vinnunni.  Þar fengum við kaffi og dýrindis kleinur og brauðrétti og ég veit ekki hvað.  Svo röltum við okkur niður á Kongens Nytorv og Kalli hitti okkur þar og við settumst aðeins við Nyhavn og fengum okkur smá heitt í kroppinn.  Kalli kom bara með okkur heim og við bara ákváðum að sækja okkur pizzu og kjúkling hjá ítölsku Tyrkjunum á horninu.  Kalli þurfti svo ofan snemma á mánudagsmorgninum til að fara aftur heim til Færeyja svo hann dreif sig heim til Péturs þar sem hann átti næturgistingu.  Við Beta og Gulla rifjuðum upp Manna þar sem Beta svoleiðis valtaði yfir okkur Gullu, en þó meira Gullu sem hefði svoleiðis rústað okkur Betu ef við hefðum verið að spila Nóló-afbrigði Manna.  Á mánudeginum fór dagurinn hjá mér í að læra og mæðgurnar eyddu deginum í bæjarrölt.  Það var náttúrulega blaðrað fram  eftir kvöldi en þó farið að sofa svona skikkanlega fyrir klukkan 2 Tounge.

Þegar kominn var tími á þriðjudeginum til að sækja Jódísi Guðrúnu röltum við Gulla okkur saman í það djobb á meðan Beta var bara heima að hygge sig.  Við drösluðum stelpunni með okkur í svoleiðis grenjandi rigningu niður í bæ og skoðuðum antik-búðir... ekki ódýrar miðað við gengi þess dags Woundering.

Kvöldið var tileinkað hári en ég hafði beðið Gullu að smella eitt stykki strípupakka í hausinn á mér sem þær mæðgur og gerðu.  Í framhaldi af því fór Beta að segja okkur að þegar hún var unglingur hafi hún alltaf verið í því að spenna ömmu Rúnu og vinkonur hennar og síðar sett í þær rúllur þegar þær komu.  Við bara urðum að fá að vita hvað væri ,,að spenna" svo hún bara sýndi okkur það... á okkur LoL.  Þetta var alveg hrikalega gaman og Beta svoleiðis spennti og spennti eins og hún hefði aldrei gert annað þó henni hafi reiknast svo til að hafa ekki gert þetta í um 50 ár.  Við sváfum svo með þetta í hárinu og Beta greiddi svo úr hárinu þegar við vöknuðum.  Myndir fylgja færslu Wink.  

Ég hitti svo Dórann til að lesa fyrir prófið um helgina.  Beta, Gulla og Eysteinn sóttu stelpuna á vöggustofuna og það passaði svona akkúrat að þegar ég var að taka Metró-inn að Kongens Nytorv voru þau akkúrat að renna þar að frá Nørreport.  Halldór tók svo á móti okkur við Det Kongelige Teater og sýndi okkur um allt húsið, sem var náttúrulega bara ótrúlega flott.  Við meira að segja plöntuðum okkur í stúku hennar hátignar og eins í biðherbergi hennar sem þakið er gulli og demöntum (já, eða svona næstum því Tounge).  Eftir túrinn fór Halldór með börnin heim og við frænkurnar settumst niður í  Nyhavn þar sem Beta bauð okkur Gullu í Julegløg og æbleskiver.  Það var alveg hundkalt og húðrigndi en það kom ekki að sök þar sem við sátum inní skoti undir plastdúk með hitalampa rétt við okkur.  Þetta var bara alveg hrikalega notó Joyful.  Við vorum samt komnar fyrir átta heim aftur og sátum að kjaftasnakki langt fram á nótt.  Nú er ég mætt á Svarta Demantinn aftur og á að vera að læra í gríð og erg en er í staðin að skrifa þessa bloggfærslu Grin... en ég er að fara að koma mér að námsefninu.  

Jæja, læt þetta duga í bili og ég skrifa örugglega ekki aftur fyrr en eftir helgi, prófið hefst nefnilega á hádegi á morgun og við eigum að skila því af okkur á hádegi á sunnudag.  Hörkupróf!!!

Hér fylgja svo myndir af hárgreiðslustofunni við Rørmosevej Grin

 

Strípun :DSpenna ISpenntar frænkur :DPC030832 copyReady!!!Nývaknaðar og sætar :)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ahahahahahahahahahahahahahaha snildar hár á ykkur skvísunum :-) Alltaf líf og fjör gangið þér vel í prófinu.

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 18:03

2 identicon

hahaha já hárið á ykkur er snilld.

Gangi þér vel í prófinu á morgun, og hinn og hinn;)

Valgerður (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 22:10

3 Smámynd: Arnrún

Takk fyrir það :) Sömuleiðis!!!

Arnrún, 5.12.2008 kl. 09:21

4 identicon

Gvuuuuð hvað þið eruð flottar svona eftirspenntar!!!!

Minna

Minna (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 14:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband