Köttur - kött - ketti - kattar!!!

Já, nú erum við að passa köttinn hans Steffen meðan hann brá sér sunnar til Evrópu að reyna að ná smá yl í kroppinn svona rétt fyrir jólin.  Það eru semsagt tveir kettir í húsinu og búa þeir hvor á móti öðrum.  Annar kötturinn er ægilega kelinn og ljúfur... þetta er ekki hann.  Þessi skýst yfirleitt í burtu þegar maður nálgast og vill síður að maður sé eitthvað að reyna að kjá í hann.. eða það skilst mér allavega á þessu hvæsi hans Pouty.  Nema hvað að við förum reglulega til hans og tékkum á vatni og mat og hleypum honum út og inn.  Ég ákvað að vera ægilega góð við hann í gær og sjóða einn auka fiskbita handa honum sem ég fór svo með til hans eftir að við höfðum gætt okkur á okkar hluta.  Þegar ég kom inn mjálmaði hann ljúflega til mín og lagðist niður svo ég kom til hans og strauk honum.  Hann er greinilega vanur því að þegar komið er að rófunni þá sé kippt hressilega í (sko tvö börn á heimilinu) því hann hvæsti vel á mig þegar ég dirfðist að koma nálægt henni.  Allt í lagi, ég setti fiskskálina bara hjá matardallinum hans og hann kom skokkandi að.  Hann þefaði og GEKK Í BURTU!!! Gasp  Jiiiiiiii, þvílíkur köttur!!! Að vilja ekki gufusoðna íslenska ýsu!  Ég var svo hneyksluð að ég dreif mig út og lokaði sko vel á eftir mér.  Ég get svo svaaaarið það!  

Annars er af okkur að frétta (nóg af þessum helv... ketti sem vill ekki einu sinni íslenskan FISK! Angry) að Jódís Guðrún gengur bara hér um allt eins og hertogaynja, bara eins og hún hafi aldrei gert nokkuð annað.  Ég held ég verði að fara í dag og finna skó á hana, hún er líka að vaxa upp úr öllum skóm sem hún átti enda búin að stækka heilmikið (já en ekki samt gera ykkur neinar grillur, hún er ennþá að nota föt nr. 74, ég meina... hún er nú enginn risi!!).

-Og talandi um svona lítil kríli... Soffía vinkona sendi mér sms í gær, búin að eignast litla stelpu.  Nema hún var sko sett í febrúar!  Stelpan var fædd á 31. viku, 7 merkur og 40 sm.  Ætla að heyra í Soffíu sem fyrst en mér skilst að stelpulyngurinn sé ægilega dugleg og á víst að vera í e-ar vikur á spítalanum eins og gefur að skilja.  

Jæja.. gott í bili,

verðum í bandi Wink 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband