Desembermorgun og sólin falin bak við skýin.

Eftir langa og stranga setu fyrir framan tölvuna ákvað ég að bregggða mér til Valby að heimsækja hana Lóu vinkonu mína kæru.  Ferðin til hennar er ekki nema strætó og tvær lestir, enga stund verið að fara þetta Tounge  tekur þó reyndar ekki nema um hálftíma Joyful.  Við röltum okkur á kaffihús í grenndinni og sátum þar að spjalli í dágóðan tíma og komum okkur svo heim til hennar.  Þar voru kræsingarnar svoleiðis flæðandi.. fjórar sortir af jólasmákökum mér færðar á diski og ég vei bara ekki hvað og hvað.  Þið getið rétt ímyndað ykkur léttinn yfir ákvörðun minni þegar ég hugsaði með mér: ,,Aaaa... fæ mér eina rettu áður en ég fer!" því rétt á meðan kom þessi líka fíni afmælis- og jólapakki til Þrastar sem innihélt m.a. EITT KÍLÓ AF NÓA SÍRÍUS KONFEKTI!!! Þröstur hélt á kassanum: kistu fullri af gulli og gimsteinum og svo bauð hann mér gjafmildur einn mola, og svo annan... og svo einn til í nesti!!!  OMG (Oh My God) við jöpluðum á konfektinu eins og... já, eins og... já, eins og maður myndi örugglega gera ef maður keypti sér 12 þúsundkróna kaffibollann úr kattakúksbaununum, já eða kannski frekar eins og 120 ára gömlu koníaki.  Þar sem við stóðum þögul og kjömsuðum.. þó ekki ákaft, heldur frekar svona rólega til að ná öllu bragðinu úr molanum segir Þröstur: ,,Finnið þið eftirbragðið?!  Það er svo gott!"  Við gátum lítið annað en samsinnt honum með ,,Mmmmhmmm!" á meðan við horfðum á eitthvað óræðið í fjarska og nutum molans til síðustu örðu.

Halldór öfundaði mig.

Þegar ég kom svo heim eftir tvær lestir og strætó þá höfðu feðgarnir bara tekið allt í gegn og ekki nóg með það heldur var búið að setja LJÓS inni í herbergið okkar!!! Þannig að nú er íbúðin orðin björt!  Ljós komið í öll herbergi og ganginn og eldhúsið.  Jeyjjjj!!! Grin  Ekki nóg með þetta heldur var þessi líka dýrindis pastaréttur í sýrðum rjóma í kvöldmatinn og Hr. Steinsen hafði borðað með þeim.  

Eysteinn er á ,,Hvað er uppáhalds..?" aldrinum. Spyr mig útí eitt um hvað sé uppáhalds lagið mitt, hljómsveitin mín, dansarinn minn, tónlistarmyndbandið mitt o.s.frv.  Í morgun spurði hann mig: ,,Hvert er uppáhalds-stuðlagið þitt? Sko, lagið sem kemur þér í geðveikt stuð?"  Ég reyni nú yfirleitt að svara þessum spurningum þó ég segi honum nú reglulega að ég eigi svo mörg uppáhalds- að það sé sjaldnast eitthvað eitt.  En í þetta skiptið þá ákvað ég að svara honum með laginu sem jú, kemur mér yfirleitt í gott stuð og sem vildi svo til að var akkúrat búið að óma í heilanum á mér allan morguninn og byrjaði að syngja: ,,Working nine to five, what a way to make a living...!"  Hann horfði á mig freeeekar hneykslaður.  ,,Er ÞETTA uppáhalds-stuðlagið þitt?!" ,,-Já!  Nú, hva.. hvað er það ekki nógu gott?" spurði ég, fullkomlega meðvituð um að ég er orðin gömul kerling.  Nei, honum fannst sko ekkert stuð í þessu lagi.  Eins gott að ég sagði honum þá ekki frá hinu laginu sem er búið að vera límt við heilann á mér undanfarna viku og -jah.. kemur mér kannski ekki beint í stuð, en þó, alltaf í gott skap: Svantes lykkelige dag...

,,Se hvilken morgenstund, solen er rød og rund.  Nina er gået i bad, og jeg spiser ostemad".  Baaara yndislegt Joyful.  Úff, hefði verið lengi að ná að vinna mig aftur upp í áliti hjá honum þá Whistling

Fór með stelpuna áðan á vöggustofuna og hún var náttúrulega farin að skríkja af fögnuði þegar við vorum að labba upp stigann í vöggustofuna og svo setti ég hana bara niður þegar við komum inná stofuna sjálfa og hún labbaði sér bara til Betina, einnar fóstrunnar, settist hjá henni og vinkaði mér bless, alsæl Joyful.  Hún er náttúrulega baaara krútt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm þegar blessuð börnin byrja að eldast :) en þú veist að við erum samt bara börn líka bara með meiri ábyrgð :-)

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 11.12.2008 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband