Á fyrsta degi jóla...

...þ.e. jóladegi, þarna daginn eftir aðfangadaginn sko!  Já, þá höfðum við ætlað að elda okkur hangikjet en þar sem svo mikill afgangur var eftir þá bara höfðum við hlaðborð með restinni af súpunni, ég hitaði möndlugrautinn upp aftur og sauð kartöflur og hitaði sósuna með lærinu.  Við náðum að klára grautinn, humarinn kláraðist í súpunni, jú og það var nú ekki mikið eftir af henni sjálfri Tounge en enn var þónokkuð eftir af lærinu GetLost.  Dagurinn var tekinn með svo miklu afslappelsi að annað eins hefur nú bara hvorki sést né heyrst um áraraðir.  Við pabbi púsluðum og púsluðum og Eysteinn hjálpaði okkur inná milli þess sem hann spilaði Playstation 3 (sem ég man ekki hvort ég var búin að skrifa að hann keypti sér fyrir jólagjafir ásamt pening sem hann hefur náð að spara sér í dulítinn tíma) svo þetta var hinn mesti kósídagur (heyrðu.. ég man það núna að ég reyndar skúraði þarna og þreif svolítið á milli þess sem við lágum í kósíheitunum Joyful).  Um kvöldið horfðum við svo bara á See no Evil, hear no evil og hlógum okkur vitlaus að vitleysunni í myndinni.  Við höfðum ekki séð hana í e-r 15-20 ár svo það var bara eins og að sjá hana í fyrsta skipti.  

En annar í jólum litaðist nú svolítið af því að pabbi var að fara.  Við höfðum það nú svo sem óskaplega kósí og náðum næstum því að klára púslið!  En þó ekki alveg.  Við fylgdum honum niður á Nørreport milli 5 og 6 þaðan sem hann tók Metro á flugstöðina.  Við fórum svo heim og tókum til við að undirbúa heimsókn Lóu og Þrastar en það hafði verið ákveðið að þau kæmu til okkar með spil og afganga, sem þau og gerðu og það hafði líka verið ákveðið að þetta yrði svona nokkurs konar náttfatapartý.  Við vorum því bara öll á kósífötunum í flíspeysum og þess háttar.  Við settum í tartalettur afganga af lambinu frá okkur og öndinni og hangikjötinu frá þeim og svo komu þau líka með laufabrauð og ég tók út nokkrar flatkökur og þetta var alveg meiriháttar.  Þessu var svo bara skolað niður með rauðvíni og bjór og við sátum svo fram á nótt að spila Papidough (leir-pictionary) sem við fengum í jólagjöf og spil sem þau höfðu tekið með.  Þetta var alveg hrikalega gaman.  

Við vorum nú svolítið framlá hérna daginn eftir en þurftum að vera spikk og span um kvöldið þar sem Einar (gamli bekkjarfélagi minn og góðvinur Halldórs) og kærastan hans, Marta, höfðu boðað komu sína.  Þau komu með spilin með sér og fram á nótt (aftur) var tekinn kani og vínglösin aftur tekin upp.  Já, þetta var náttúrulega bara alveg rosalega skemmtilegt en þarna á sunnudeginum þá vorum við nú orðin svolítið búin á því.  Ég tók mér góðan göngutúr með stelpuna umhverfis vatnið og reyndi að hressa mig aðeins við.  Maður var orðinn hálfgerð klessa hérna skríðandi um gólfið í leit að mat og svo upp í sófa aftur.  Úfff!!!

Það dró nú svo sem ekki mikið til tíðinda fyrr en á gamlárskvöld, þá höfðum við Lóa og Þröstur ákveðið að eyða því kvöldi saman og þar sem við erum með þetta litla kríli með okkur þá verður okkar heimili yfirleitt fyrir valinu þar sem við getum þá verið lengur með, annars þyrftum við alltaf að fara svo ægilega snemma.  Þannig að... ég skellti kalkúninum inn í ofninn um hálf þrjú leytið og þau komu svo upp úr sjö með fyllinguna tilbúna og eftirrétt og ég veit ekki hvað og hvað.  Þetta heppnaðist allt svona afbragðs vel að við ummuðum bara út í eitt hérna við borðið.  Kalkúnninn var akkúrat, fyllingin svona rosalega góð með honum og kartöflurnar... já þær voru rosalega vel brúnaðar hjá mér Grin en ég verð að fara að passa mig og hafa nóg af þeim, ég er að verða eins og mamma, alltaf með of lítið af kartöflum!  (En þetta slapp nú alveg og meira að segja 3 í afgang, en samt..)   

Við gamlársborðhaldið

 

 

 

 

 

 

 

Annállinn

 

 

Við horfðum á annálinn og svo á skaupið í gegn um netið og hlógum þvílíkt.  Það var bara alveg frábært að okkar mati og maður skildi ástandið jafnvel að nokkru leyti betur eftir útskýringarnar þar en þær sem maður hingað til hefur fengið í gegn um fréttatíma og blaðamannafundi.   Það var þó orðið nokkuð erfitt að sjá síðustu mínúturnar þar sem svo mikið var um flugeldana að maður heyrði orðið varla nokkuð og svo sogast ég bara alltaf ósjálfrátt að svona flugeldum Tounge.  

 

Eftirrétturinn

 

 

 

 

 

 

 

Flugeldashow

Áramótin voru haldin bæði íslensk og dönsk og skálað klukkan 12 að íslenskum tíma.  Flugeldum skotið upp og svo bara kjaftað langt frameftir.  Stelpunni datt reyndar í hug að fara að vakna um það leyti sem við vorum að skríða uppí þarna um 4 leytið og Eysteinn vildi endilega fá að kúra inni hjá okkur svo þeir feðgar lágu saman og Halldór hélt í stelpuna alla nóttina.  

 

Ég tók svo við af honum upp úr hádegi og greyið gat farið að leggja sig.  Dagurinn fór samt voða mikið bara í kósíheit par Exelance!  Í gær, 2. janúar, fórum við hins vegar í góðan leiðangur og hresstum okkur vel við.  Pétur Steinsen kíkti svo á okkur um kvöldið og horfði með okkur á Bond o.fl.

Í morgun vöknuðum við mæðgur saman löngu á undan feðgum og þá tók ég þessar myndir af henni í náttkjól sem var í poka með fötum af mér frá því ég var lítil.  Ég geri því ráð fyrir að ég hafi einhvern tímann notað þennan líka Joyful

Sæt í náttkjól

 

 

Sæt í náttkjól II

 

 

 

Sæt í náttkjól III

 

Já... árið hefur bara byrjað vel hjá okkur Joyful

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gleðilegt ár öll sömul. Gott að þið höfðuð það gott um jól og áramót.

Bið að heilsa í kotið.

kv. frá V18

P.s. Ég gleymdi að segja að  það má þvo græna kjóllinn sem við sendum Jódísi bara eins og venjulegar flíkur, semsagt í vél á 40.

Valgerður (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 23:18

2 identicon

Ánægður með hvað bloggið er tekið með miklum krafti svona strax á nýju ári :-)

Knús

K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 5.1.2009 kl. 09:30

3 Smámynd: Arnrún

V: Takk fyrir það :) Ég hlakka mikið til að setja hana í kjólinn, hann er svo sætur.

K: Já nú verður sko tekið á því!!!

Arnrún, 6.1.2009 kl. 07:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband