Það eru víst ekki alltaf jólin!

Nei, nú eru þau að baki, Kertasníkir farinn til dönsku fjallanna og eftir sitjum við í sykursjokki með allt of stóra maga.  Eysteinn Aron byrjaði í skólanum aftur í gær og Jódís Guðrún á vöggustofunni.  Ég held að þau hafi bæði verið hæst ánægð með það.  Allavega var sú stutta ekkert leið yfir því að þurfa að vinka bless þegar við afhentum fóstrunum hana með kökkinn í hálsinum.  Leið okkar lá svo niður á kommúnu og Job-center að skrá Halldór atvinnulausan og koma honum á atvinnuleitarlista.  Nú er hann því formlega orðinn atvinnulaus.  Við skemmtum okkur mikið við að gera ferilskrá hans þar og skrá hitt og þetta á tölvutæku eyðublöðin sem við ekki skildum því við höfðum ekki alveg gert ráð fyrir því að þurfa orðabókina meðferðis í þessa för.  Þetta tók sko ekki lítinn tíma skal ég skrifa ykkur en að þessu loknu röltum við um bæinn í nýstingskulda eða um 10 gráðum í mínus sem samsvarar örugglega um 15 stiga frosti heima.  Kræsst það var kalt!!!  Við komum m.a. við í Frúarkirkjunni og dáðumst að ótrúlega fallegum höggmyndum hins íslenska Bertel Thorvaldsen (þó Danir vilji nú eigna sér hann Tounge) og settumst svo á lítið og sætt kaffihús og fengum okkur kaffi áður en við sóttum stelpuna aftur á vöggustofuna.  

Eftir að við skiluðum dömunni af okkur á vöggustofuna í morgun fórum við í Óperuna þar sem Halldór þurfti að skila af sér bók sem hann hafði fengið að láni hjá vini sínum þar og ég notaði tækifærið og lét hann villast með mig um húsið.  VAAAAAAAAAAAAAAÁÁÁÁÁÁVÁVÁVÁVÁ!!!!!  Þvílíkt og annað eins.  Þetta er alveg ótrúlega ótrúlega.... ÓTRÚLEGA flott bygging!!! Gasp  En á leiðinni þangað tókum við Metro-inn niður á Christjanshavn og þurftum að bíða óvenjulengi eftir strætó þar sem brúin við Torvegade (skurðinum rétt við Metro-stöðina) var opnuð fyrir skipi sem sigldi þar um.  Glöggir greinendur sjá brúnna uppi við enda götunnar á þessari mynd.  Munið að hægt er að stækka myndina tvisvar sinnumLoL)

DSC00656

 

 

 

 

 

 En á þessari mynd stend ég á efstu svölunum inní salnum í Óperunni, sem sést allt of lítið náttúrulega.  

DSC00658

 

 

 

Halldór sýndi mér m.a. inn í hljóðklefann í salnum og þó ég þekki nú lítið inná mixera og allt sem því tengist var það augljóst að hér var um geeeeeðveikar græjur að ræða.  Það varð nú líka að smella einni af honum við græjurnar Joyful

DSC00659

 

 

Eftir skoðunartúrinn og spjall við fyrrum kollega Halldórs tókum við bátinn yfir að Skuespilhuset þar sem Lóa beið okkar í kaffihúsinu.  Ef vel er að gáð má sjá hana sitja inní húsinu á bak við, á kaffihúsinu á neðstu hæð, alveg í horninu lengst til vinstri LoL.  Við sátum þar í góðan tíma og spjölluðum áður en við Lóa fórum í smá leiðangur að skoða bæinn og útsölur þess.  Það verður þó ekki sagt að húsið hafi verið fyllt með útsöluvörum eftir þessa ferð Blush.

DSC00661
 
 
 
 
 
Ég kom heim í tæka tíð til þess að Halldór næði dönskutímanum sínum og við Eysteinn elduðum okkur svo fínar kjötbollur í matinn og sú stutta át með þvílíkri lyst eina heila kjötbollu og kartöflu stappaða saman.  Þetta fannst henni gott!!!  Reyndar er hún algjörlega botnlaus þessa dagana, borðar og borðar og borðar.  Hún hlýtur að vera að taka einhvern vaxtakipp, gleypir einn banana á no time og heimtar svo meira að borða!  Hún fékk sína fyrstu almennilegu skó í gær þar sem við fundum svo æðislega góða og sæta gönguskó á hana á 40% afslætti, fegin að hafa beðið eftir útsölunum.  Hún spígsporar hér um allt á þeim og blaðrar út í eitt ,,Blöðreblöðreblöðre..."  Hún er náttúrulega heimsmeistari í krútti. 
DSC00588
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
Eeeeen ég hlakka svo til á morgun að það er nú ekkert LÍÍÍTIÐ!!!!! Neeeeeei... ég ætla sko ekki að skrifa frá því núna Joyful það verður nefnilega sko að bíða til morguns.   JIIIIIII Ég hlakka svo til!!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ooooooohhhhh.... það er sko stranglega bannað að gera mann svona forvitinn!!!

Kv. Frú forvitin í V18

Valgerður (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 00:40

2 identicon

jamm sammála síðasta ræðumanni skamm skamm að gera manni svona

Mr K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 7.1.2009 kl. 07:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband