Hringadróttinssaga

Jæja, ríkisstjórnin búin að slíta samstarfi og í sjónvarpsfréttunum á DR1 í gær var sýnt þegar Geir tilkynnti að samstarfinu hefði verið slitið en ég tók eftir skemmtilegum viðbótum á danska textanum.  Hann sagði nefnilega orðrétt ,,Það er niðurstaða milli okkar formanna stjórnarflokkanna að þessu stjórnarsamstarfi sé lokið".  En textinn á dönsku sagði þó aðeins meira: ,,Vi har besluttet at opløse regeringskoalitionen-" og svo kom: ,,-Fordi vi ikke har kunnet løse problemerne".  Hvaðan kom það??? Woundering  Allavega, í gær var mikið fjallað um stjórnarslitin og í sumum fréttatímum var það fyrsta frétt.  

Ég er náttúrulega bara ánægð með þetta og vona að sú stjórn sem tekur við fram að kosningum  geti einbeitt sér að því að vinna að þeim málum sem ,,brýn eru og fái til þess vinnufrið" Tounge.

En áfram að hringadróttinssögu.  Já, Halldór sem sagt fór í gær í BR (leikfangaverslun) og keypti málmleitartæki, ætlað til þess að leita að leita að e-u skemmtilegu í fjörunni en það virkar fínt.  Lóa kom til mín í kaffi eftir hádegi og fylgdumst við spenntar með þegar hann tók upp tækið.  Fljótlega vorum við þó alveg komnar að því að missa geðheilsuna (en samt jákvæðar og brosandi, svona Halldórs vegna) því það virtist vera sem það ætti að væla stanslaust en hætta þegar það finndi málm.  Ýlið var ekkert smá hátt og skerandi  Pinch en þegar Halldór setti það yfir málm hætti það.  Svo það virkaði þó allavega.  Sem betur fer kom þó í ljós (rétt um það leyti sem Halldór var að því kominn að henda tækinu í tunnuna áður en geðheilsan hyrfi endanlega) að hann hafði stillt það eitthvað vitlaust.  Það átti sem sagt bara að pípa þegar það finndi málm.  HJÚKKKKKK!!!!!  Hann var í einhverja tvo tíma að skima yfir garðinn en fann ekkert Frown.  Í dag verður garðinum skipt upp skipulega og farið vel yfir hvern reit.  Ég bara neita að trúa því að hringurinn sé ekki í garðinum.  Hann ER þarna!!!

Annars hafa börnin það bara fínt.  Eysteinn er duglegur að læra og líður vel í skólanum og stelpan að mynda betur og betur orð og nú eru komin orð eins og Hæ, mamma, NEI, babba, dudda, jæja sem eru skýr og svo eru önnur orð meira svona babbl ennþá.  En hún er farin að skilja heilmikið og maður getur orðið beðið hana að fara með bleiuna í ruslið, gefa pabba/mömmu/Eysteini og ýmislegt fleira.  Þessi tími finnst mér alveg óskaplega skemmtilegur, þegar skilningurinn er að verða meiri og meiri og orðin að fara að koma líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jahérnahér... þetta er nú meiri hringavitleysan... vonandi finnið þið hringinn fljótt, á undan krákunni;)

Valgerður (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband