Þvílík vika!!!

Já, við kvöddum þau Jón og Valgerði á mánudagsmorgun og uppfrá því fór vikan bara versnandi (Af hverju í ósköpunum voruð þið að fara?? Crying)  Halldór týndi veskinu sínu og það er algjörlega tapað, búið að snúa öllu við og fara á síðustu staði með tilheyrandi grandskoðun á leiðinni.  Svo reyndar gengu næstu dagar ágætlega fyrir sig og hann fékk símtal um að mæta til vinnu á föstudeginum að vinna fyrir fyrirtæki sem heitir Show Crew að setja upp svið fyrir e-a stórtónleika.  Þeir eru með lista yfir fólk (m.a. Halldór) og hringja svo þegar einhver verkefni eru.  Nema hvað, hann fór þarna á föstudaginn og allt gekk voða vel bara og já, hann passaði bakið voða vel enda skildist mér á honum að þetta væri lítið um puð og meira svona handlangaravinna -eins gott!  Allavega, svo í gær þá er bara allt í rólegheitunum þegar rafmagnið skyndilega fer af og öll öryggi heimilisins sett í hina mjög svo nútímalegu rafmagnstöflu, en ekkert virkar og ég hringi þá bara í Dong -rafmagnsveituna hér, sem segir mér að eitthvað hafi bilað í næstu götu og unnið sé að viðgerð.  Í því hringir Pétur og segir að þau Einar og Marta (kærasta Einars) séu niðri í bæ og við ákváðum bara endilega að drífa okkur að hitta á þau og losna úr rafmagnsleysinu um leið.  Þegar við svo ætlum að setja stelpuna í kerruna þá var sprungið á einu dekkinu GetLost.  Við ákváðum nú samt að láta þetta ekki slá okkur út af laginu og héldum á stelpunni, og eiginlega nánast á kerrunni líka, uppá torg og stukkum svo bara útúr strætó við næsta hjólreiðaverkstæði sem við sáum.  Þar keyptum við nýja slöngu og gátum haldið för okkar áfram.  

Við sátum svo bara á kaffihúsi með þeim og spjölluðum og buðum svo Pétri með okkur heim í pizzu, sem hann og þáði, og röltum okkur heim á leið.  Ég setti í eina pizzu og var með gluggann galopinn í eldhúsinu, eins og ég geri svo oft þegar ég er að elda svona til að vinna með viftunni Joyful en þegar allt er tilbúið og við að byrja að borða þá fer ég inní eldhúsið og ætla að loka glugganum.  Við getum orðað það þannig að af minni hálfu þá erum við Halldór ekki trúlofuð lengur.  Allavega ber ég enga sönnun þess efnis þar sem þegar ég teygi höndina út til að loka glugganum þá flýgur hringurinn af mér og ég heyri bara ,,ding-ding-ding!" þarna í myrkrinu og sá ekkert hvert hann fór eða neitt.  Ég tek andann á lofti þegar þetta gerist og segi ,,Ónei!!!" Og þá heyrist innan úr stofu ,,-Hentirðu hringnum út um gluggann?"  

Við átum pizzuna og svo var bara farið í það að leita að hringnum.  Já, búnaðurinn var tveir farsímar með vasaljósatýru á og eitt pennavasaljós.  Það virkaði reyndar ágætlega ef því var haldið svona 3 cm fyrir ofan leitarsvæðið og gaf ljósglætu á eins og um 5 cm radíus.  Auðvitað var ekki nokkur sála heima í húsinu svo við gátum engan talað við til að fá ljós eða neitt en svo sóttum við reyndar lampa með góðu ljósi sem við framlengdum út í garð.  En þriggja tíma leit bar engan árangur svo við ákváðum bara að reyna betur í dag þegar það væri orðið bjart.  Feðgar leituðu í morgun, mæðgin leituðu eftir hádegið og fjölskyldan leitaði svo í heild sinni þarna skömmu síðar fyrir myrkur.  Við fínkembdum svæðið og það eina sem hafðist uppúr því eru hreinsuð beð (vá, draslið sem við tíndum úr runnunum) sem gerir að verkum að vorhreingerning í garðinum er óþörf.  Við meira að segja gerðum ítrekaðar tilraunir með hringinn hans Halldórs, bundum smá fjólubláan bandspotta við hann (til að týna honum nú ekki líka!!!) og svo henti ég honum út um gluggann en það eina sem fékkst út úr því var laskaður trúlofunarhringur og að við sáum að hringurinn minn gat verið HVAR SEM ER í garðinum Pinch.  Þegar öll von var úti (eða þolinmæði) um að finna hringinn þá ákváðum við að reyna að leigja málmleitartæki á morgun og ætlum við að athuga hvort það séu ekki einhverjar leigur hérna með slíkt.  

En svo loksins gerðist nú eitthvað jákvætt.  Kalli kom til okkar og við buðum Pétri líka og var ég þá búin að smella dýrindis lambalæri í ofninn og ég átti meira að segja eina Ora baunadós eftir til að traktera með lambinu.  Þetta náttúrulega var bara algjört sælgæti og Kalli keypti svo ægilega gott rauðvín með Joyful.  Lambið klikkar ekki! Grin Takk fyrir okkur!!!

Nú, svo á morgun eru bara of fáir tímar í sólahringnum, er að fara með stelpuna í sprautu í fyrramálið og finna þetta tæki, læra, FINNA HRINGINN!!!!!! og ýmislegt og svo fjöldamargt fleira.

Ég læt vita hvernig gengur og ÞEGAR ég verð orðin trúlofuð á ný!  

-Kannski ég ætti að ,,lista mig sem single á Facebook?" Woundering 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

uuuuuuuuuuu hvað segir maður við svona fréttir ummmmm vona að þið haldist trúlofuð, knús frá okkur á Íslandi , hvernig er þetta hægt á einum degi ?

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 08:17

2 identicon

Jiii minn eini! Vona að þú finnir hringinn ljósið mitt. Þetta er nú meira ástandið.

Gulla (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband