Afmæli - framhald, súkkulaði og fleira (nema ekkert súkkulaði).

Já, Halldór fékk sokka og nýjan bol í afmælisgjöf svona með morgunkaffinu Grin.  Hann var viðbúinn því að stökkva út þegar Bernd myndi hringja, enda gamall skáti (ávallt viðbúinn!) en hann gerði það ekki svo hann fór bara í dönskutíma seinnipart dags.  Áður vorum við búin að eyða nokkrum klukkutímum í það að skanna garðinn með málmleitartækinu í leit að gulli.  En allt kom fyrir ekki.  Við fundum hins vegar allar skrúfur, held ég, sem til voru í garðinum, endalaust af vírum úr einhverju sem virtist vera gömul girðing milli garða, fullt af myntum (förum að ná upp í annan hring, svei mér þá) og nokkrar járnkúlur.  Tækið virkar þó allavega Crying.  Við fórum ekki inn fyrr en komið var kal á tærnar og tækið orðið batteríslaust.  

En sem sagt Halldór fór svo í dönskutíma en kom heim í hálfleik (hléinu) þar sem við Eysteinn vorum búin að dekka borð og kveikja á kertum og hann fékk hakkabuff og lauk í afmælismat.  Hann var ekki dapur yfir því.  Þá komum við með restina af gjöfunum.  Eysteinn hafði búið til rosalega flott armband í smíði -úr málmi, og svo fékk hann keðju til að setja hringinn sinn á þegar hann er að vinna þannig vinnu að hættulegt er að hafa hann á fingrinum.  Kaldhæðnislegt að ég fleygði hringnum mínum af mér daginn eftir að ég hafði keypt þessa fínu keðju handa honum.  Jæja en svo varð hann nú að fá eitthvað tæknidót svo ég fann ægilega fínt bluetooth headset, svona til að þurfa ekki að hafa heyrnatólin þegar við hringjum í gegnum tölvuna Joyful.  Hann var voða ánægður.  Gjöfinni (eða gjöfunum) fylgdi kort sem ég hafði séð áður sem mér fannst ferlega skemmtilegt.  Framan á því stendur 33 år gammel.  Inn í því stendur svo:

Allerede 33 og du kan stadig prale af

-en flot figur (uanset hvad du selv mener)

-at du er glad og positiv (især om morgenen) -(góður þessi, hehe)

-at du er i god form (især om aftenen)

-at du har et fantastisk kondital (du kan stadig feste igennem)

Så fuld fart frem mod de 34!!!

 

Skemmtilegt kort það :)

Pétur kíkti svo við um kvöldið og drakk nokkra afmælisbjóra með okkur.

Nú!...

Á föstudaginn fór svo Halldór niður í Óperu að hitta á liðið og vann fram á kvöld og ég skipti svo við hann þegar hann kom heim og fór til Lóu vopnuð einni rauðvínsflösku.  Við hugguðum okkur bara um kvöldið, Þröstur á einhverju tölvu-nörda-leikjasessióni og hann kom heim um það leyti sem ég ætlaði að panta mér bíl heim.  Halldór vakti mig svo um hálfellefu og við Eysteinn höfðum það voða notalegt um daginn, svona kósídagur.  Jódís Guðrún var með enn eina hitavelluna svo hún var hálfslöpp. Með póstinum barst þó pakki frá lögreglunni... sem innihélt veskið hans Halldórs.  Auðvitað allir peningar horfnir úr því en allt annað í því.  Þannig að hann þarf þá allavega ekki að panta nýtt ökuskírteini... það eina sem hann var ekki búinn að láta loka eða panta aftur Tounge.

Í dag er stelpan orðin hress svona að mestu og Halldór farinn að vinna aftur.  Ég hlakka voða mikið til að sjá sýninguna, en sýndar verða fjórar sýningar, frá þriðjudegi til föstudags.  

Fleira er ekki í fréttum að þessu sinni,

Verið þið sæl Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband