Snjór hjá danskanum

Hér snjóaði bara svo fallegum snjókornum í fyrri nótt og vöknuðum við bara upp við hvíta jörð, sem var svo fallegt en mikið djöf... var kalt.  Enda voru ummæli veðurfréttamannsins í morgunsjónvarpinu á þá leið að það væri um fimm gráðu frost en vegna vindkælingar mætti líta svo á að um 15 gráðu frost væri að ræða. 

Ég bjóst við því að póstburðardrengurinn myndi banka uppá hjá mér í gær þar sem ég átti von á pakka með námsbókum sem Siggi stóribróðir minn var búinn að græja fyrir mig að heiman.  Ég bjóst hins vegar ekki við tveimur pökkum.  Það fóru margar hugsanir gegnum hausinn á mér á þessum tveimur sekúndum sem ég hafði til að líta á pakkana áður en hann krafðist undirskriftar minnar.  Ég pantaði nefnilega eina litla bók í gegn um Amazon netbókaverslunina en fannst ótrúlegt að hún kæmi í svona stórum umbúðum.  Ég hugsaði líka á sömu sekúndunni hversu vitlaus ég gæti verið þar sem þetta voru báðir póstbögglar frá Póstinum og Amazon sendir alveg örugglega ekki í gegn um póstinn á Íslandi... eða hvað veit maður sossum Tounge.  Hann var nú líka alveg töluvert stór þessi sem um ræðir, og miklu stærri en bókakassinn frá Sigga. 

Ég skoðaði hann allan sundur og saman og sá að Valgerður hafði skrifað sig fyrir honum.  Það var gaman að opna bókakassann og sjá allar nýju námsbækurnar sem ég á að lesa þessa önnina en OMG (lesist ,,ó mæ god".. fyrir þá sem ekki eru kunnugir msn-máli eða öðru tölvumáli) hvað var gaman að opna pakkann frá Valgerði og Jóni.  Ég tók upp góðgæti sem aðeins þeir sem upplifað hafa að búa í útlöndum geta skilið hvað er gaman að fá.  Frón-sæmund á sparifötunum (kremkex fyrir þá sem ekki sáu úrslitaþátt Útsvars í fyrra LoL) Kaffi frá Te og kaffi, alls kyns kryddblöndur til að bragðbæta kjötið hér á landi Joyful og fleiri íslenska rétti eins og Cocoe puffs og Oreo kex og BarbeQ sósu... og Halldóri til fullkominnar hamingju.... E. Finnsson kokteilsósa!!!  Ekkert lítið sem minn var hamingjusamur þegar hann opnaði ísskápinn!!!

Þið eruð hér með og opinberlega tekin í guðatölu Grin

Nei... hringurinn finnst ekki Frown og ég er nú farin að hafa smá áhyggjur af því að finna hann ekki.  Reyndar vorum við Eysteinn að kósíast saman í kvöld og nördast svolítið í eeeeldgamalli bók sem við Siggi áttum, eitthvað um tækni og hvernig allt virkar og sáum þá hvernig rafsegull er búinn til.  Það virtist ekki svo flókið Joyful.  Kannski maður smelli bara saman einhverju af þessu málmdrasli sem við höfum fundið í garðinum og vefji svo bara einhverjum vírnum sem við höfum fundið líka og stingum því svo bara í samband.  Ætti maður ekki að geta sogið upp hvaða málm sem er í garðinum þannig? LoL  Kannski við náum bara að tína endanlega alla vírbútana sem eftir eru af gömlu girðingunni og fáum þá kannski verðlaun fyrir hreinasta garðinn í Köben? -Nú eða að við náum þá að safna nægilegu klinki úr garðinum til að kaupa annan hring... hehe.  

Af fleirum fréttum er það.... uh.. að frétta Woundering að ég tók mig til og klippti stelpukollinn hérna um helgina. Líurnar voru orðnar svo síðar eitthvað að ég bara gat ekki horft upp á þetta lengur.  Það verður nú svo sem engin meistaraklipping sem maður nær að gera með hana á hreyfingu allan tímann og reynandi að bægja greiðu og rakgræjum í burtu frá sér en það er bara mesta furða hvað ég náði að gera samt.  Hún er ægilega mikið skott svona nýklippt Grin.  Alveg ótrúlegt líka að sjá öll hárin sem eru að koma.  Hún verður sko ekki með hárið úr móðurættinni þessi, svo mikið er víst! Tek myndir af nýju klippingunni  bráðlega.

Halldór er bara búinn að vera niðri í Óperu síðan á föstudag svo að segja og er alsæll.  Litli vinnualkinn minn loksins að komast í almennilega vinnu.  Svo ég vitni nú í hann: ,,Ég er eiginlega ekki búinn að vinna neitt að ráði í bráðum eitt ár!"  (Þýðing: Ég hef náttúrulega ekki fengið að vinna 16 tíma vinnudag síðan áður en ég tók fæðingarorlofið).  En það var frumsýnt í kvöld og gekk svona líka ljómandi vel hjá honum.  Hann er núna að halda upp á það ásamt frumsýningarkollegum Grin.  Ég er að vonast til að sjá sýninguna á föstudaginn og taka þá jafnvel Sigrúnu og Andy með mér.  Ég hlakka alveg rosalega mikið til!!!  Enda um hreint frábæra sýningu að ræða.

Jæja, svo ég endi á svipuðum nótum og í síðustu færslu:

Fleira er ekki í fréttum að þessu sinni.

Verið þið sæl! 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

kvitt kvitt og Knús Mr K

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 08:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband