Góður dagur og fjórar tennur!

Það var nú svolítið fyndið þegar hún sá Nökkva fyrst, hún mundi greinilega eitthvað smá eftir honum og var voða skotin í honum, alltaf að horfa á hann og brosa og klifra upp í sófa til hans og koma við hann.  Algjört krútt LoL.  Svo fór þó að hún varð að segja góða nótt og fór svo á vöggustofuna í morgun.  Drengirnir fóru í klúbbinn, sem er opinn yfir fríið, en komu þó aftur uppúr hádegi... ekkert skemmtilegt um að vera.  Ég varð að vera iðin við námið svo ég setti þeim skýrar reglur um truflunarlausan dag og heyrði þá óma í bassa inní herberginu og sungið við ,,Jólin jólin aalls staðar..."  Verið að æfa sig LoL.  Þeir voru þó duglegir að drífa sig út enda veðrið frábært.  

Halldór fór sem sagt í atvinnuviðtal í dag vegna vinnu í Tívolí-inu og við náðum að secret-a það svo vel að hann kom tilbaka alsæll.. kominn með 100% vinnu frá lokum apríl fram til ágústloka, fín laun og mikil vinna Grin.  Ekki var nú verra þegar gæinn sagði honum að verið væri að setja upp nýjar græjur í allt.

Halldór kom svo heim með stelpuna með sér og vitið menn... fjórða tönnin komin, í þetta skiptið var það efri framtönn og sú við hliðiná (þó ekki hin framtönnin Joyful).  Svo þetta er allt að koma núna.. jeyjj..

annars höfum við það bara ljúft og erum að hugsa um að taka í svona eins og eitt Rapidough - leironary - leirspilið Wink með drengjunum.

 Þar til næst... 

-túdilú!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jeijjj.... til lukku með karlinn og nýju vinnuna;)

Valgerður (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband