Nökksterinn mættur á svæðið!

Já þeir feðgar fóru að taka á móti Nökkva áðan og ég heyrði Eystein segja við hann, þar sem þeir sátu að Playstation leik, að það væri bara eitthvað svo eðlilegt að hafa hann hérna hjá okkur Joyful Og það er bara alveg rétt, það er ósköp notalegt og heimilislegt að hafa hann hjá okkur.  

En í gær fór ég semsagt í Óperuna að sjá Umbreytingu og Sigrún og Andy komu með.  Ég hafði mútað Lóu með eins ferð kvöldinu áður svo hægt væri að falast eftir pössun þegar kæmi að minni ferð Grin.  Þetta var auðvitað bara stórkostlegt í einu orði sagt.  Hann er auðvitað bara snillingur þessi maður.  Við hittum náttúrulega á allt liðið sem kom með sýninguna og ég spjallaði þarna við Hildi, konu Bernds (brúðumeistara) sem var bara alveg miður sín yfir því að ég kæmist ekki með þeim annað kvöld út að borða.  Eins var Ágústa leikstjóri alveg í mínus yfir að ég kæmist ekki, enda náðum við ekkert að spjalla í gær.  En svona er þetta þegar maður er ekki búinn að koma sér upp barnapíu, þá verður maður víst að bíta í það súra að komast ekki svona Errm.  

En eftir leikferðina í gær tókum við Halldór, ásamt Sigrúnu og Andy, bátinn yfir á Nyhavn og fundum okkur æðislega skemmtilegan stað þar sem við settumst inná og... það var svoooooo gaman að það var nú bara ekki lítið!  Við gleymdum hreinlega tímanum og vorum ekki komin heim fyrr en rúmlega tvö og þá komst grey Lóa loksins heim til sín.  Allt hafði gengið svona líka glimrandi vel og stelpan sofnaði bara á réttum tíma, dauðþreytt.  Alveg frábært! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband