Miðrarvikublogg
11.2.2009 | 23:01
Í gær dreif Halldór sig með drengina í sund. Planið var að fara í Farum-sundlaug en eftir mikla athugun kom það í ljós að hún er einungis notuð sem skólasundlaug í dag auk þess sem hleypt er í morgunsund milli 6 og 8 á morgnana. Svo þeir ákváðu að fara bara úr á næsta stoppi á undan, í Værløse og fóru í svo ægilega fína laug þar.


Halldór fór upp úr á undan og tók nokkrar myndir af þeim stökkva af 3ja metra stökkpalli sem þar var.


Þeir hafa verið svo heppnir að klúbburinn hefur verið opinn svo þeir fóru þangað eftir sundið og komu heim fyrir kvöldmat. Þeir fóru svo þangað í dag og höfðu það ægilega fínt þar og komu svo fínt naglalakkaðir tilbaka aftur og höfðu þá hitt stelpur þar sem gerðu þá svona ægilega fína
. Ég er bara búin að sitja við tölvuna alla daga og læra og læra... enda veitir ekki af
.


Stelpan er eiginlega komin með fimmtu tönnina, hún brýst fram á morgun, hún er nefnilega eiginlega alveg komin í gegn
. Það verða þá komnar báðar neðri framtennurnar, tönn hægra megin við efri framtennurnar, vinstri framtönn og svo sú sem er að springa út þar við hliðina á, enn vantar hægri framtönn svo ef ég á að vera alveg heiðarleg þá lítur hún út eins og lítil Gilitrutt
. Ég set inn myndir af henni síðar
. En núna ætla ég að setja inn nokkrar myndir af þeim félögunum á röltinu um borgina sem teknar voru á laugardaginn eftir að Nökkvi kom. Hægt er að stækka myndirnar með því að smella á þær.















Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.