Saltkjöt og baunir...To kroner!

Við vorum, eins og færslan á undan sagði, boðin í mat til Sigrúnar og Andy.  Hún hafði nefnilega keypt saltkjöt og rófu í síðustu ferð sinni á Frón svo nú skyldi haldin veisla.  Við komum við í búðinni því maður á jú að leggja til drykkjarföng þegar manni er boðið í mat ekki satt?  Við stóðum fyrir framan rekkann og reyndum að átta okkur á hvað passaði. ,,Saltkjöt og baunir og rauðvín?... Neeei... Saltkjöt og baunir og hvítvín?... neeei..." svo bjórinn varð ofaná í þetta skiptið.  Okkur þótti það passa svona best með, án þess þó að gera okkur beint í hugarlund hvernig það væri.  Þegar við mættum á svæðið voru náttúrulega höfðinglegar móttökur, eins og við mátti búast, og við skemmtum okkur vel að skoða gamlar myndir af ömmu og afa og mömmu og pabba, myndir frá áttræðisafmæli afa, jiiiii hvað allir voru unglegir LoL.  Þar sáum við einmitt myndir af Önnu Lóu þegar hún var lítil skotta og þá skyndilega áttaði ég mig á hvaða svipur þetta var á Jódísi sem ég þekkti en hafði ekki komið fyrir mig hvaðan.  Þaðan!  Það er einhver skemmtilegur svipur sem gerir þær að mörgu leyti alveg ótrúlega líkar.  

En allavega, svo kom að maturinn var á borð borinn og... Ó MÆ GÚOT hvað þetta var gott!!!  Við sátum þarna og slöfruðum í okkur.  Ég hef ALDREI séð Jógu borða svona mikið, hún át hverja gullrótina og kartöfluna og rófuna á fætur annarri og við gáfum henni pínu kjötbita, þorðum ekki að gefa henni mikið, en henni fannst það ægilega gott.  Hún var bara hreinlega botnlaus.  Eftir var auðvitað ís og Ben and Jerry's og mikið spáð og spekúlerað hvaða ís væri bestur af þeim þremur sem á borðið var sett.  Það var eiginlega alveg jafn gaman eins og það var gott að borða þá.

Þegar við komum var sú stutta ægilega lítil eitthvað og feimin en það rjátlaðist nú auðvitað ótrúlega fljótt af henni og áður en kvöldið var úti var hún farin að sitja í kjöltu Sigrúnar og benda ,,Dííí" í bókina sem þær voru að skoða.  

Þetta var ótrúlega næs og við gengum mjööööög södd og sæl í burtu frá þeim, Eysteinn reyndar aðeins of saddur og eiginlega með verk í maganum af ofáti greyið Blush.

Takk fyrir okkur! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband