Hér er annað hvort of eða van...

...eða: Harðlífi eða drulla, eins og maðurinn minn myndi orða það Wink

Ég mátti bara til með að henda inn annarri færslu þar sem ég kem svo uppveðruð úr Jónshúsi þar sem haldin var samkoma í tilefni dagsins.  Kolbrún Halldórsdóttir kom og hélt tölu um hennar baráttu í þágu kvenna og kvenfrelsis og hvernig gengið hefur að reyna að koma málum í gegn um Alþingi vort.  Það er hreint ótrúlegt hvers lags Stofnun (-með Stóru ESS-I) það er.  Mál eins og bann við umskurði kvenna og stúlkubarna... maður skyldi ætla að það myndi renna ljúflega í gegn, en nei, hún þurfti að leggja það nokkrum sinnum fram áður en það komst til afgreiðslu og atkvæðagreiðslu Alþingis.  Og hún týndi til fleiri og fleiri mál sem varðar ofbeldi kvenna og barna, sem annað hvort eru kæfð í Allsherjarnefnd, í endalausum skýrslu- og rannsóknarferli eða fólk treystir sér ekki til að taka á.  Mitt femíníska hjarta tók heljarstökk við að heyra að þetta skuli vera svona í okkar frjálsa og siðspillta-lausa landi (LoLLoLLoL).  Hún sagði að vinnan að þessum málum kvenna og barna, mál sem við teljum sjálfsögð mannréttindi, væri eins og að ganga í hafragraut með tyggjó undir skónum (Joyful frábær samlíking sem segir meira en mörg orð) en að dropinn holaði steininn og hún hefði það að leiðarljósi.  Hafi þetta verið framboðsræða, þá virkaði hún!  Ef ekki, þá virkaði hún samt Joyful.

Kvennakórinn söng nokkur lög og Sigrún bauð mér upp á hlaðborð sem var þarna á vegum kórsins, ægilega gott og svo fylgdi með því vínglas Grin.  Svo voru fyrirspurnir til Kolbrúnar og við hefðum getað verið þarna í allan dag, auðvitað, því þessi mál varða okkur öll.  Það var bara vel mætt, eiginlega fullur salur (reyndar með kvennakórnum meðtöldum) og ég er voða ánægð að hafa drifið mig.

Nú erum við að fara að hafa okkur til því Sigrún og Andy eru búin að bjóða okkur í saltkjöt og baunir á eftir, svo Sigrún býður mér þá bæði í hádegis- og kvöldmat í dag LoL.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband