Þvílíkur dagur!

Um hádegisbilið ákváðum við Lóa að hittast í kaffi niðri við Nørreport og þegar ég var að ganga inn í 6A kemur allt í einu rosa dynkur á bílinn.  Þá hafði strætisvagninn verið var að leggja fyrir aftan okkar keyrt á okkar vagn.  Gluggi aftari vagnsins var mölbrotinn og rúðuþurrkan ónýt.. að öðru leyti sýndist mér ekki neitt skemmt.  

Þar sem við sátum inni á kaffihúsinu sáum við Lóa að það var byrjað að snjóa.  Það var hundleiðinlegt veður þegar við komum út, blaut snjókoma og vindur.  Nema hvað, ég stekk upp í 43 heim á leið og stekk úr honum, í hundleiðinlegri snjókomunni ennþá, og sé að það er grænt á gönguljósinu og hleyp yfir götuna.  Þá þurfti ég að bíða ögn eftir að hin ljósin yrðu græn til að geta komist áfram heim.  Þegar það er að koma grænt heyri ég hátt BAMMMMM!! fyrir aftan mig.  Ég leit snökt við og sá konu á hjóli hendast af glugga bíls og á götuna.  Ég hljóp strax til hennar og maðurinn á bílnum þaut strax að.  Einhver ætlaði að rífa hana af miðri götunni og færa hana á gangstéttina en áður en ég náði að opna munninn öskraði hún alveg ,,NEEEI... ekki hreyfa mig!"  Þar sem hún kenndi til í bakinu og fótunum vissi hún, vinnandi á sjúkrahúsi, að það mætti ekki hreyfa hana frá staðnum.  Við vorum nokkur sem stóðum hjá henni og hlúðum að henni þar til sjúkrabíllinn kom... og slökkviliðsbíllinn skömmu síðar... skildi það ekki alveg FootinMouth.  Það var eldri maður sem keyrði á hana og stóð hann yfir henni alveg í sjokki karlanginn og ég spurði hvort það væri allt í lagi með hann, enda virtist enginn taka eftir honum eða virða hann viðlits.  Jú, hann sagðist vera ok, en auðvitað sá maður að hann var í taugaáfalli yfir þessu. Þar sem ég varð í raun ekki vitni að slysinu sjálfu og vissi ekki hvernig það bar að þá dreif ég mig bara heim enda alveg að frjósa úr kulda eftir alla snjókomuna.  

Halldór var að klára heimalærdóminn þegar ég kom heim og stelpan óvenju pirruð eitthvað, svo ég reyndi bara að leika svolítið við hana og náði að koma henni úr versta skapinu.  Halldór dreif sig í tíma og um kvöldið vorum við Eysteinn svo að undirbúa hann fyrir dönskukönnun sem er núna orðin vikuleg.  Hann hefur núna tvisvar tekið hana, upplestur o.þ.h. og gengið bara mjög vel, enda er Lykke, kennarinn hans, mjög ánægð með hann og segir það koma sér skemmtilega á óvart hvað hann er góður í dönskunni.  Nú stefnum við bara á enga villu í könnuninni á morgun og ef hann vandar sig veit ég að hann nær því Smile.

Annars er ferlega kalt í dag, eins og fyrr segir búið að snjóa og bara ferlega napurt.  Við sem héldum að vorið væri komið!... Og ekki bara við Íslendingarnir, heldur eru Danirnir alveg rasandi yfir þessu hreti líka Pinch


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úfff... tvö slys sama daginn, það mætti halda að þetta hefði verið föstudagurinn þrettándi.

Kv. úr V18

Valgerður (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband