Góð helgi að baki

 

Þeir Pétur og Einar kíktu á okkur fjölskylduna í pizzu á föstudagskvöldið, svona líka ljómandi gaman.  En á laugardeginum höfðu Sigrún og Terry boðið okkur heim til sín.  Þau eru reyndar löngu búin að bjóða okkur að koma en hver helgin á fætur annarri hefur þotið hjá með lærdómi og öðru svo nú ákváðum við bara að fastsetja þessa helgi, þetta var náttúrulega bara ekki hægt!

Við tókum lest til þeirra á laugardagseftirmiðdegi og Terrý kom og sótti okkur til Slagelse.  Hann var búinn að fá lánaðan þennan fína barnabílstól og við vorum nú frekar hrædd um að stelpan myndi hreinlega urlast þegar hún yrði fest niður í hann þar sem hún hefur ekki setið í barnabílstól síðan heima á Íslandi.  Hún var ekkert sérlega hress fyrst, enda nývöknuð þar sem hún svaf nánast alla leiðina í lestinni, en þó var hún bara hin besta mestan part af leiðinni.  

Að leggja í ferðina til Sigrúnar og Terry

 

Á NørreportÍ lestinni

Ægilega sem þau búa í sætu þorpi þarna upp í sveitinni.  Sigrún tók á móti okkur með vöfflur og nýuppáhellt kaffi og svo var allt í einu bankað uppá.  Þá var það íslenskur nágranni þeirra ásamt danskri konu sinni, en þau voru nýbúin að uppgötva að þarna byggju semsagt tvær "íslenskar" fjölskyldur í sama þorpi, og búin að gera síðan Sigrún og Terry fluttu.  Hún hafði verið á Íslandi fyrir nokkrum árum síðan í tengslum við hesta og náð sér í manninn og flutti með hann með sér tilbaka Joyful.  Hún skildi vel íslensku svo það var til skiptis töluð íslenska og danska og bara ljómandi gaman.

Terrý tók svo til við að elda handa okkur dýrindis andasteik í karrý-kókossósu með tígrisrækjum í forrétt.  Að sjálfsögðu og auðvitað var þetta skelfilega gott!!! Tounge  Stelpan var hin hressasta þarna, var fljót að gleyma feimninni og átti í litlum vandræðum með að láta bæði Sigrúnu og Terrý halda á sér og dekra við sig.  Eysteinn var alveg búinn á því upp úr klukkan 10 svo við sátum þá bara að góðu spjalli frameftir.  Þetta var náttúrulega BARA gaman Grin.

Ég var vakin upp með egg og beikoni daginn eftir, þessi líka æðislegi bröns borinn á borð og svo voru krakkarnir úti í garði að leika sér, Jódís var reyndar skíthrædd við litla sæta nágrannakisu sem var á vappi þarna í kringum okkur en á endanum var hún alveg að fíla sig við að elta hana og reyna að klappa henni (eða rífa í hana LoL).  Veðrið var alveg yndislegt og knúppar að koma á mörg trén. 

Sigrún að sýna okkur garðinnAlsæl á hjóliSigrún að ganga frá eftir brönsinn...og þurrka af borðinuKrakkarnir að leik

Terrý skutlaði okkur svo aftur á lestina um eitt leytið og við komum við í búð á heimleiðinni og keyptum okkur í ægilega góðar mexíkanskar pönnukökur.

Í Spar að kaupa kvöldmat

 Stelpan svaf og svaf og við lágum bara í notó-leti það sem eftir lifði.  Ég horfði svo á Önnu Pihl um kvöldið, ný sería að byrja Wink.  Við vorum sko mjög sátt eftir skemmtilega helgi.

Takk fyrir okkur elsku Sigrún og Terrý! 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur verið skemmtileg ferð til Sigrúnar og Terrýs.  Ekki nema 3 mánuðir síðan ég heimsótti þau. Styttist óðum í að sjá ykkur, Erla kemur á mánudaginn.

Eysteinn Óskar (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband