Jájá...

Ég var farin að skilja af hverju sumar konur hérna ganga með slæðu yfir hárið og var því að því komin að biðja Pétur um að skella í eina handa mér á saumavélinni (hér vitna ég í brandara sem gengur út á það að Pétur er í saumaklúbb hérna þar sem nokkrir vinir hittast vikulega á stað og fá sér kaffi en þar eru nokkrar saumavélar og Halldór, sem alltaf er í andstöðu við femíníska hugsun betri helmingsins, bað hann um að sauma slíka handa mér um daginn).  Þannig að ég fékk Lóu til að koma og redda þessu, skella hárlit í mig í gær þar sem rótin var nærri komin niður fyrir eyru... hryllingur!  Allt annað að sjá upplitið á frúnni núna.

Eysteinn ræfillinn kom heim með hausverk og var því farinn uppí fyrir klukkan sjö og við stelpurnar vorum því einar að dúlla okkur hérna þar sem Halldór var í dönskutíma.  Sú stutta er skynsöm.  Alltaf þegar við sækjum hana á vöggustofuna fær hún að fá snuddu þar sem hún fær ekki að hafa slíka á vöggustofunni nema þegar hún sefur.  Við höfum því komið þeirri reglu á að fyrir kvöldmatarleytið segjum við henni að fara með snuðið inní rúm svo hún hlakki til að fá það þegar hún fer að sofa.  Í gær var hún með snuðið, eins og venjulega Joyful þegar ég sagði við hana ,,Jódís, farðu með snudduna inní rúm".  Fyrst sagði hún "Nei!" og ég endurtók þetta bara og hún tók þá aðra snuddu sem var á borðinu og ég rétti henni Gutta og sagði henni að fara með snuðin og Gutta inn í rúm.  Hún virtist ekki ætla að hlýða mér og var að reyna að komast upp í sófann.  Hún komst uppí sófann með bangsann í annarri, snuddu í hinni og aðra uppí sér.  Þá sá ég að hún hafði tekið eftir snuði upp í sófanum og var að sækja það.  Hún tók því snuðið og fór strax niður á gólf og rölti sér inní herbergi þar sem hún byrjaði á því að henda snuðunum í rúmið, svo Gutta og að lokum tók hún út úr sér snuðið og henti því sömu leið.  Kom svo ægileg góð með sig tilbaka Grin.

Eysteinn var svo kominn á fætur hálfsjö í morgun eftir 13 tíma svefn.. útsofinn! LoL  Skólinn hans er þátttakandi í tilraunaverkefni um heitan mat í hádeginu og því fær hann öðru hvoru núna heitan mat (aðeins um 5 í bekknum í einu sem fá heitan mat) og þau eiga að skrá niður hvort þeim líki maturinn á eftir og þ.h. ...finnst eins og ég hafi skrifað þetta áður FootinMouth... allavega, þá er heitur matur í dag hjá honum svo hann var alsæll að þurfa ekki að fá með sér nesti í dag... ég líka LoL.  En það passar samt, það er föstudagur og því nestisdagur hjá Jódísi.  Svei mér þá, höfum bara ekki gleymt nesti frá því í október eða eitthvað.. vá hvað við erum dugleg Wink!

Jæja... gott í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband