Vorlykt í lofti

Það er orðið svo yndislegt og auðvelt að fara á fætur á morgnana núna.  Sól og stilla, brum á trjám og blómaknúppar farnir að opna sig.  Við gengum um mosann (Utterslev mose) í gær-eftirmiðdag og það var svo yndislegt.  Kalli og mamma hans, Svava, auk Ellu og mannsins hennar, eru að koma hingað út í dag og verða í viku í íbúð í Fredriksberg.  Það verður voða gaman að sjá þau Joyful.

 Annars er dóttir mín svo mikið matargat að hún fékk fyrst kornflex í morgunmat, búin að fá svolítið brauð og svo skar ég peru niður fyrir hana og setti á disk á stofuborðið.  Hún stóð nú við eilitla stund en kom svo til mín með perusneið og vildi setjast hjá mér.  Þá var hún búin með alla peruna á disknum og hún er nú vel á veg með að klára aðra peruna LoL... litla matargatið mitt!  Já, við Eysteinn horfum bara öfundaraugum á þau feðgin.  Sumum er þetta gefið Errm.

Jæja já... í dag eru semsagt 9 dagar þangað til við komum heim.  Við eigum bestu bestu bestu foreldra í heimi sem bjóða okkur heim.  Við hlökkum SVOOOO til að sjá ykkur Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband