Komin aftur heim

Þetta var nú vægast sagt fljótt að líða!  Þrjár vikur flugu hjá eins og krassandi kjaftasaga, á ógnarhraða.  Heimferðin (til Kaupmannahafnar Cool) gekk bara hið besta.  Komum við á leiðinu hjá mömmu á leiðinni til Keflavíkur en stoppuðum stutt við þar sem það var eiginlega ekki stætt, svo mikið var rokið.  Þegar við komum inn í vélina eftir góðan tíma í flughöfninni tók ég eftir því að við höfðum ekki verið sett saman og blótaði stelpunni í check-inn-inu í sand og ösku því við vorum mætt svo tímanlega.  Svo leit ég aaaðeins betur á sætin og sá þá að hún hafði bókað A-C-D sæti, sem þýddi að B sætið var laust á milli okkar Eysteins og Halldór var svo hinum megin gangsins.  Þá þýddist ég nú öll og varð hin ljúfasta LoL ægilega sætt af henni að gera þetta svo við fengjum auka sæti fyrir stelpuna Grin.  Það munaði hreint ótrúlega miklu.  Og það verður bara að segjast eins og er að Icelandair hefur aðeins tekið sig saman í andlitinu undanfarin árin.  Það var miklu þægilegra að ferðast með þessari vél en Icelandexpress-vélinni sem við tókum á klakann.

Stelpan datt svo út korteri fyrir lendingu (bókstaflega) og ég hélt á henni sofandi að töskufæribandinu.  Ég var þá orðin hrikalega þreytt í bakinu enda þokkalega langur gangur þangað (vá hvað er mikið af -ang í því).  En hún vaknaði þegar ég var að brölta með vagninn af pallinum fyrir stóran farangur, þar sem ég ætlaði að reyna að leggja hana ofan í.  Þegar svo allar töskur voru komnar ákváðum við að koma við í 7-11 og versla brauð og mjólk og svona þar sem allt var tómt heima.  Gripum svo pulsu á leiðinni út í leigubílinn og brunuðum heim á leið.  Það var svo fyndið að sjá litla dömu trítla inn og kalla HÆ!  Svo fann hún dótið sitt og var svo sæl með sig, grafandi ofan í dótakassann sinn og keyrandi fram og aftur með gönguvagninn sinn.  Svo sá hún matarstólinn sinn, skríkti og hljóp að honum.  Klifraði sér upp í hann og vildi ólm að ég festi hana í beltið á honum.  Sú var ánægð að vera komin heim Grin.  Við ætluðum aldrei að koma henni niður en það tókst þó á endanum og skriðum við uppí alveg búin á því eftir það.

Það var svoooo gott að koma heim til Íslands og hitta alla og móttökurnar sem við fengum voru ofar öllum okkar væntingum.  Þið eruð náttúrulega besta fjölskylda í öllum heimageiminum!!!

Það var líka voða gott að koma heim til Köben aftur Joyful.  Allt orðið svo grænt og sólin skín og bara þónokkur hiti í henni Smile.  Drengurinn er farinn í skólann og ég ætla að fara að koma Jódísi á vöggustofuna.  Rútínan er sko bara fín líka Joyful.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glæsilegt að allt gekk vel :) knús K

Kristján (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 18:17

2 Smámynd: Arnrún

O já, nema ég náði ekki að kveðja þig :(

Sé þig nú líka fljótlega er það ekki? :)

Arnrún, 20.4.2009 kl. 20:39

3 identicon

Ég veit það verður örugglega stutt í að við sjáumst. Allavega væri gaman að kíkja til ykkar við tækifæri hvenar svosem það tekst

Kristján Jörgen (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 07:56

4 identicon

Rosaleg var gaman að við skildum hafa náð að hittast og takk innilega fyrir skóna þeir eru allveg æðislegir.  Gott að heyra að allt gekk vel á leiðinni heim.  Knús til ykkar.  Kveðja Eyrún og co

Eyrún (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:05

5 identicon

vá þetta tókst .

Eyrún (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband