Mánudagar koma og fara, koma og fara...

Það er nú svo sem ekkert stórkostulegt búið að vera á seyði hér undanfarna daga.  Við fórum reyndar mæðgurnar á 17. júní gleði Íslendingafélagsins í Kaupmannahöfn þann 20. júní.. á laugardaginn LoL.  Við urðum náttúrulega að fá örfá rigningardropa á okkur, bara svona til að poppa upp stemmninguna fyrir deginum en annars var dásamlegt veður, sól og hlýtt.  Hátíðin var haldin á Femøren á Amagerstrand og ég var svo séð að taka með mér pikk-nikk teppi.  Svo eftir að hafa gúffað í mig íískaldri SS pylsu og hlustað á Stöku flytja nokkra vel valda slagara eins og Ísland farsældar Frón og Land míns föður landið mitt og fleira skemmtilegt þá settum við teppið á vel valdan stað og hrúguðum okkur á það, við Lóa, Þröstur, Einar og Marta.  Sigrún og Andy droppuðu einnig við í nokkrar mínútur.  Sandurinn og sjórinn var bara rétt við okkur svo stelpan var ægilega glöð að komast í svona stóran sandkassa.  

Um kvöldið komu svo Einar og Marta heim til okkar því nú ætlaði Marta svo sannarlega að draga mig út á lífið.  Eeen nei, það var bara svo gaman og næs heima að við nenntum ekki út.  Enda sagði ég að með þessu áframhaldi kæmist ég út á Kaupmannahafnar lífið svona um fimmtugt!!  

Í gær komu svo Þröstur og Lóa í mat til okkar og veðrið var svo yndislegt að við gátum setið vel fram á kvöldið úti.  Það var alveg ofsalega gaman og gott.

Börnin eru komin í skólann og vöggustofuna.  Þetta er síðasta skólavikan hjá Eysteini og hann er aaaalsæll.  Við Jódís erum svo að fljúga heim núna á fimmtudaginn og Eysteinn kemur svo 5. júlí.  Halldór verður eftir úti í þetta skiptið.  Við hlökkum hins vegar mikið til að koma heim og hitta alla enda tvö ættarmót framundan Grin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband