25. vika ársins 2009

Við ætluðum að hitta Einar og Mörtu í garði niðri í bæ á sunnudaginn þar sem veðrið var hlýtt og sólin skein þrátt fyrir að það blési örlítið.  Þegar við vorum svo komin á Nørreport fundum við dropa á okkur og fluttum garð-hygge-ð heim til okkar.  Við smelltum pulsum á grillið og höfðum það notalegt fram eftir kvöldi.  Halldór fór snemma í vinnuna í gær svo við hjóluðum bara saman með stelpuna á vöggustofuna og tókum svo lestina áfram þar sem leiðir skildu á Hovedbanegård þar sem ég hélt áfram til Lóu sem boðið hafði mér í morgunkaffi.  Við höfðum það voða notó hjá henni, hún búin að baka þessar dýrindis brauðbollur og hjónabandssælu og við sátum úti í sólinni hjá henni.  Ég hitti svo Halldór aftur á Hovedbanegård og við sóttum stelpuna svo saman og hjóluðum okkur upp í Søborg að versla.  Kvöldið áður hafði hann fest á hjólið mitt þessa líka fínu körfu sem ég keypti í Fields á föstudaginn svo nú er ég aldeilis orðin vel græjuð.  

Eftir kvöldmat var veðrið enn svo yyyyndislegt að við ákváðum að taka hjólatúr um tvö efstu vötnin.  Það var hreint dásamlegt!!!  Þegar við komum heim ákváðum við að sýna lit og tæma vel úr stóru ruslageymslunni sem er í byggingunni þar sem gámur hafði komið fyrr um daginn.  Þvílíkt sem við vorum dugleg LoL.  Jódís Guðrún græddi líka heilmikið á þessu þar sem Steffen var líka að tæma úr sinni geymslu og fundum við í gámnum þetta líka æðislega snyrtiborð fyrir Jódísi, bleikt með spegli og skúffum sem Soffie, dóttir Steffens, hafði átt og notað fyrir mööörgum árum síðan.  Hún var þetta líka alsæl þegar hún vaknaði í morgun og sá borðið.

Ég vaknaði svo slöpp í morgun svo ég ákvað bara að reyna að sofa það úr mér.. sem gekk vel, ég var öll önnur þegar ég vaknaði um 11 leytið.  Dagurinn gekk bara í rólegheitum fyrir sig og nú er Eysteinn bara að vinna þau verkefni sem dregist höfðu aftur úr hjá honum í náminu því nú fer að koma að lokum skólans.

Jæja, læt þetta duga að sinni,

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband