Hrabba

Í sumar kom í heimsókn til okkar kisa á hverjum degi, stundum nokkrum sinnum á dag.  Fyrst áttum við erfitt með að greina hana frá kettinum hans Steffens, sem ég hef áður skrifað um og við pössum fyrir hann ,,en gang i mellem", því hún var kolsvört eins og hann.  En við þekktum hana þó fljótlega á því að hún var mun grennri og sísvöng.  Borðaði hreinlega hvað sem var.  Fyrst fékk hún nú bara aukapylsuna sem var eftir á grillinu eða kartöfluna sem datt á jörðina en svo fórum við að gefa morgunmat þegar við settumst út í sólina með morgunkaffið.  Það var greinilegt að hún fékk ekki að borða annars staðar en einnig nokkuð augljóst að hún var, eða hafði verið, gæludýr því hún var svo gæf.  

Það var náttúrulega ekki hægt að hafa hana nafnlausa og þar sem hún hafði enga ól vissum við ekkert hvaða nafn eigendur hennar höfðu gefið henni svo við ákváðum að finna fallegt og þjált nafn á hana.  Við vorum svolitla stund að velta nöfnum upp sem pössuðu við hana... Tinna.. neei, Kolla... neeei, Hrafntinna... hmm... neea.. Hrafnhildur!! Já, Hrafnhildur skyldi hún heita, eitthvað sem Daninn ætti auðvelt með.  En af því að Hrafnhildur er svo langt nafn þá ákváðum við að gefa henni gælunafnið Hrabba.  Á innan við degi var hún farin að hlýða nafninu sínu og hlaupa til okkar þegar við kölluðum á hana.  Greinilegt að henni líkaði nafnið.  Jódís var ekki lengi að ná nafninu og kallaði við hvert tækifæri ,,Jabbaaaa!"  Og kisa hlýddi.  Einn dag hætti hún bara að koma, líklega farin til feðra sinna en Jódís sá aldrei muninn á Hröbbu og kettinum hans Steffen þannig að hún kallar hann alltaf bara Hröbbu (eða Jöbbu) þegar hann skýst framhjá henni og hún er enn svolítið hissa að hann skuli ekki vilja leyfa henni að klappa sér eins og Hrabba gerði alltaf.  Í morgun klifraði hún svo upp í rúm til okkar og fór út í glugga þar sem hún kallaði fullum hálsi út ,,Jabbaaaaaa!!!  Jabbaaaaa!!!.. Jaaaabbaaaaa!"  Við hin, sem vitum að kötturinn hans Steffen heitir ekki Hrabba, köllum hann bara Cat Stevens.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

AHAHA Cat Stecens.  En já til hamingju með litlu prinsessuna sem er orðin 2 ára.  Rosalega er tíminn fljótur að líða mér finnst eins og þið séuð ný búin að halda upp á 1 árs afmælið hennar. 

Alltaf gaman að lesa bloggið þitt þú ert svo góður penni

Hafið þið það sem allra best.  Kossar og knús til ykkar.

Kær kveðja Eyrún

Eyrún (IP-tala skráð) 24.9.2009 kl. 13:42

2 Smámynd: Arnrún

Æ takk esskan :)

Bestu kveðjur til ykkar líka og inn í þeim kveðjupakka eru að sjálfsögðu kossar og knús ;)

Arnrún, 25.9.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband