Allt í góðu!

Já, það flæddi svona skemmtilega um allt gólf og niður í kjallara íbúðarinnar okkar í Stórholtinu og þá var ég nú fegin að við höfðum þessar líka fínu tryggingar.  Allt á að vera tryggt eins vel og hægt er og Halldór er að fara til Íslands á sunnudaginn eftir viku og ætlar að leggja nýtt parket og gera íbúðina klára til að leigja út.  Eysteinn alltaf jafn glaður í skólanum og fótboltanum, þeir eru nú ekki enn farnir að æfa aftur í hljómsveitinni en hann er alltaf á höttunum eftir góðu lagi á prógrammið þeirra.  Hann hefur fengið viðurnefnið Quick-stein í fótboltaliðinu þar sem hann er svo snöggur og góður í markinu Joyful

Jódís Guðrún fékk einhverja pest í sig um síðustu helgi sem hún hristi nú af sér og er orðin hress.  Kalli vinur kom frá Færeyjum í dag, millilenti í Kaupmannahöfn á leið sinni til Malaga á Spáni þar sem hann er að fara á olíumálunarnámskeið í fjallaþorpi nálægt, í einhverja viku, 10 daga.  Hann átti rúmlega 2ja tíma stopp hérna svo við Halldór hittum á hann í flugstöðinni sem var alveg rosalega gaman Smile.  Halldór hefur alveg hreint vitlaust að gera í vinnu, sem er bara alveg frábært!!  Og meira að segja svo að hann ákvað að afþakka vinnu á morgun og taka einn dag frí þar sem hann hefur unnið rúma viku og fer að vinna strax á sunnudaginn og út næstu viku þar til daginn sem hann fer heim.  En það var líka vegna þess að Einar og Marta voru búin að bjóða okkur í lambalæri á morgun og við farin að hlakka voða voða til Grin.

Annars erum við bara í ,,god humør" en...

...hvað er að Skagamönnum??!  Var Dabbi virkilega fýsilegasti kosturinn fyrir Moggann þegar þeir eru að segja upp tugi manna, á það að hjálpa núna þegar hann er einn umdeildasti maðurinn á landinu og þá sér í lagi í tengslum við bankahrunið?  

Nú er ég bara svo aldeilis hissa! Woundering 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband