Veikindi á heimilinu

Mikið kvef búið að hrjá börnin á heimilinu og Jódís var svo komin með hita í gær.  Eysteinn var orðinn slappur en fór þó í skólann og í nótt var hann svo kominn með rúmlega 39 stiga hita.  Svo þau eru núna bæði heima, Eysteinn inni hjá sér í Playstation og Jódís Guðrún við sjónvarpið að horfa á Nemó... enn eina ferðina Pinch.  Röðin er sem sagt Stubbarnir -> Bangsímon -> Nemó.  Spurning hvað tekur við eftir Nemó.  Allavega víst að ég verð það verður þá spilað nógu lengi til að ég geti lært það utanbókar.  En það er voða gaman að henni.  Í ,,skelfilegu" atriðunum heyrist í henni ,,Ó nei!" og stundum, ef hugrekkið bregst henni, kemur hún hlaupandi í fangið á manni til að vera á öruggum stað meðan skelfingin á sér stað.  

Þröstur kíkti í heimsókn til okkar í gær og var mjög svo imponeraður þegar hún aðspurð sagði hann heita ,,Höstur".   Fannst hún geta sagt nafnið betur en fullorðinn Daninn.  Sjálf heitir hún hins vegar Údís.  

Við foreldrarnir höfum sem betur fer sloppið við veikindin að mestu hingað til og nú er ég bara að vinna hörðum höndum að því að verða aaaalls ekki veik, því ég ætla EKKI að eyða dögunum á Íslandi lasin Pinch. Ég kem sumsagt á laugardaginn og verð í tæpa viku.  Ég hlakka náttúrulega voða mikið til að ná mér í smá íslenska jólastemmningu til að taka með mér út aftur (og kannski eitthvað ilmandi jólalegt líka Tounge)

Jæja gott að sinni

Bless í bili! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband