Jólin eru alls staðar með jólamatinn og gjafirnar
27.12.2009 | 11:47
Jóladagur:
Mætt hjá Sigrúnu og Andy rétt fyrir klukkan tvö þar sem Erla tók á móti okkur en hin öll voru í Íslendingamessu þar sem Sigrún var að syngja. Dagurinn byrjaði með kaffi og kökum. Þegar líða tók á daginn var lærið sett inn í ofninn og mynd sett í tækið. Bubblur og snakk, Foi Gras og tilheyrandi, lífrænt danskt lambakjöt og heimatilbúinn eftir þetta allt saman. Jii minn eini hvað ég var södd þegar öllu þessu var lokið, eða allt þetta var étið. Og vegna þess að þessi fjölskylda er einstaklega eftirtektasöm voru jólagjafirnar sérlega viðeigandi þetta árið. Tvö smellu-kökuform frá Sigrúnu, þar sem ég hafði fengið lánuð tvö. Frá Erlu fékk ég kafaragleraugu svo ég gæti séð út úr augum ef ég lenti aftur í því að hjóla í snjókomu.. hún sagði að skíðagleraugun hefðu öll verið svo dökk. Og auk þess fylgdi góð krukka af Foi Gras... hamminammm!!! Eysteinn fékk rosalega flotta Nike hettupeysu frá henni í stíl við nýju skóna og Tinnabók frá S+A. Jódís fékk æðisleg föt frá Erlu og frábærar bækur frá Sigrúnu. Já við vorum sko þvílíkt leyst út með gjöfum
.
Annar í jólum:
Lóa og Þröstur komu svo klyfjuð spilum og matarafgöngum í gær sem við brytjuðum niður og settum í tartalettur.. sko bara matarafgangana, ekki spilin. Það var þríréttað: Andatartalettur, hangikjötstartalettur og kjúklingatartalettur (sem ég bjó til því jólaafgangurinn okkar hafði klárast, hamborgarhryggurinn þ.e.) Þetta var allt hvert öðru betra og svo til kláruðum við allt saman. Bara nokkrar eftir til að narta í í dag . Svo spiluðum við fram á nótt. Voða voða gaman.
Jóladagurinn þriðji:
Í dag er svo hangikjötsboð heima hjá Pétri en mamma hans og systir flugu hingað í gær og tóku með sér vænan skammt af hangikjöti. Það verður voða gaman að sjá þau öll aðeins.
Svo er bara ekkert planað fram að áramótum þegar húsið fyllist af fólki hjá okkur. Von á lágmark fimm ef ekki sjö manns til okkar í kalkún og áramótaskaup, það verður fjör!
Jæja, gott að sinni
Bless í bili!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.